Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 83
82 Þjóðmál SUmAR 2013 var Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs, og viðurkenndi að það væri margt til í því, sem við vorum að segja . Þessi samtöl og stóryrði skiluðu ekki árangri . Þá fóru skrýtnir hlutir að gerast . Stór útgerðarmenn og stórir fiskverkendur komu í heimsókn hver á fætur öðrum á rit- stjórn Morgunblaðsins til að útskýra fyrir okkur, að við værum að stofna útflutn ings- hagsmunum þjóðarinnar í hættu með þess- um skrifum og báðu okkur þess lengstra orða að hætta . Smátt og smátt áttaði ég mig á að þessar heimsóknir komu til vegna hvatningar úr viðskiptaráðuneytinu frá Þórhalli Ásgeirssyni, ráðuneytisstjóra, sem var áhugamaður um viðskipti við Sovét- ríkin . Og til þess að fullrar sanngirni sé gætt skal tekið fram, að auðvitað var Þórhallur að hugsa um útflutningshags muni okkar . En við spurðum á móti: Hver segir að Sovét- menn hætti að kaupa af okkur fisk, þótt við kaupum olíu frá öðrum? Þeim var annt um áhrif sín hér, sem voru veruleg og hefðu ekki stofnað þeim í voða með því að staðfesta að fiskkaupin ættu sér pólitískar rætur . Stóra trompið var svo að á samningafundi í Moskvu kröfðust sovézkir samningamenn þess, að skrif Morgunblaðsins yrðu stöðvuð . Þeim var bent á að ríkisstjórn Íslands gæti engu ráðið um þau . Þeir sögðu þá að forsætisráðherra landsins væri stjórnar- formaður útgáfufélagsins, svo að hann hlyti að geta ráðið því hvað stæði í blaðinu . (Þetta var í tíð ríkisstjórnar Geirs Hall grímssonar .) Þetta voru fyrstu kynni mín — en ekki þau síðustu — af því, sem gerist þegar fjölmiðill snýst gegn viðskiptaveldunum á Íslandi . Fyrir okkur vakti ekki annað en að benda á möguleika á að fá olíu á lægra verði, landsmönnum öllum til hagsbóta, þótt við sæjum þann viðbótarávinning að draga úr pólitískum áhrifum Sovétmanna hér . Það er of mikil sjálfhverfni hjá Svavari að halda því fram í ævisögu sinni að þessi skrif hafi snúizt um hann, þótt vel megi vera að skotið hafi verið á hann í leiðinni! Svavar segir: „Því var haldið fram í forystugreinum Morgunblaðsins, að það væri samsæri mitt og Rússa að olían hækkaði í verði . . .“ Og ennfremur: „Sjálfstæðisflokkurinn heimtaði að ég færi í viðræður við Rússa til að lækka verð á olíu . Ég hlyti að hafa sérstaklega góð sambönd .“ Þetta er út af fyrir sig rétt . Var ekki sjálf- sagt að viðskiptaráðherrann leitaði eftir beztu viðskiptakjörum fyrir þjóð sína? En athyglis verðara þó að á bak við lokaðar dyr olíunefndarinnar, sem starfandi var á þessum tíma undir forystu Jóhannesar Nordals, sagði Ingi R . Helgason, náinn sam starfs- maður Svavars, að honum dytti ekki í hug að eyðileggja sambönd sín í Moskvu með því að takast ferð á hendur þangað austur . Ég dreg þá ályktun af umfjöllun Svav- ars um þetta mál í ævisögu hans að hann hafi raunverulega gengið í banda lag með embættismannakerfinu í við skipta ráðu neyt- inu, olíufélögunum og stór út gerðar mönn- um um að halda óbreyttu kerfi í olíuinn- kaupum (sem var þægilegt fyrir olíu félögin) á sama tíma og við á Morg un blað inu héldum S tóra trompið var svo að á samningafundi í Moskvu kröfðust sovézkir samningamenn þess, að skrif Morgunblaðsins yrðu stöðvuð . Þeim var bent á að ríkisstjórn Íslands gæti engu ráðið um þau . Þeir sögðu þá að forsætisráðherra landsins væri stjórnar formaður útgáfufélagsins, svo að hann hlyti að geta ráðið því hvað stæði í blaðinu . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.