Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 64

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 64
 Þjóðmál SUmAR 2013 63 úrræðin sem unnt væri að grípa til að ákvarða tímabundið verð og skilmála fyrir kreditkortaþjónustuna . Ef niðurstaðan verð ur að um joint dominance sé að ræða gæti samkeppnisráð væntanlega sett fyrir- mæli um stjórnarsetu í svipuðum dúr og gert var í máli Olíufélagsins/Olíu verslunar Íslands/Olíudreifingar og máli Flugleiða/ Flugfélags Norðurlands . Það er ljóst að Samkeppnisstofnun mun líta til markaðshegðunar fyrirtækjanna almennt, þar með talið hagsmunagæslu á grundvelli samkeppnislaga, er stofnunin met ur hvort samkeppni á milli fyrirtækj- anna sé raunveruleg eða hvort fyrirtækin séu í raun rekin og þeim stjórnað sem einu fyrirtæki, þar sem ekki skipti máli hvoru megin hryggjar krónurnar liggja . Ef annað hvort fyrirtækið hreyfir ekki andmælum þegar samkeppnislög eru brotin á því hlýtur það að gefa samkeppnisyfirvöldum þau skilaboð að fyrirtækin séu einungis keppinautar í orði en ekki á borði . Það má færa sterk rök fyrir því að Visa Ísland hafi ítrekað brotið samkeppnislög á Europay undanfarin ár . Er þá einkum vísað til þess að Visa sem markaðsráðandi fyrirtæki á kreditkortamarkaði hér á landi hafi misnotað markaðsyfirráð sín með ýmsum hætti . Síðasta dæmi þessa eru viðbrögð Visa við Veltukorti SPRON og Europay þar sem Visa býður svo til þegar í stað sömu nýjung og Europay á betri kjörum . Fyrirtæki mega að sjálfsögðu svara samkeppni og reyna að vernda markaðshlutdeild sína, en það er ekki sama hvernig það er gert . Hvað svar Visa við Veltukorti SPRON og Europay varðar verður ekki annað séð en Visa brjóti 10 . gr . samkeppnislaganna með því að samræma með öllu verð og kjör þjónustubanka Visa . Það sem er þó e .t .v . alvarlegra fyrir eigendur Visa er að það kann að verða litið svo á af hálfu samkeppnisyfirvalda að eigendur Visa eigi þátt í því broti . Samkvæmt 52 . gr . samkeppnislaganna má sekta fyrirtæki um upphæð sem nem- ur allt að 10% af veltu þess fyrir brot á bann ákvæðum samkeppnislaganna . Þessari heim ild hefur ekki verið beitt enn sem komið er, en vitað er að Sam- keppnisstofnun bíður einungis eftir „rétta“ málinu til að vekja athygli á þessari heimild og Sam keppnisstofnun í leið inni . Ef Europay Ísland bregst ekki við brotum Visa á samkeppnislögum er nærtækt að túlka það sem staðfestingu á því að samkeppni milli Visa og Europay sé ekki raunveruleg . Þá má búast við að óbreytt stjórnunaraðild eða jafnvel eignarhald að kortafyrirtækjunum sæti aðfinnslum af hálfu samkeppnisráðs . Skynsamlegt getur verið að flýta inn- komu nýs eignaraðila, t .d . erlends eins og í umræðu hefur verið . Ef það yrði gert áður en Samkeppnisstofnun lýkur athugun sinni breytist samkeppnisímynd korta- fyrirtækjanna, sérstaklega ef hægt er að sýna að nýr eignaraðili, þótt í minnihluta sé, hafi tryggt sér áhrif og stjórnunarlegt sjálf stæði félagsins t .d . með hluthafasam- komu lagi . Reykjavík og Brussel, 26 . apríl 1999, Ásgeir Thoroddsen, Eggert B. Ólafsson Rammagrein 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.