Þjóðmál - 01.06.2013, Side 64

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 64
 Þjóðmál SUmAR 2013 63 úrræðin sem unnt væri að grípa til að ákvarða tímabundið verð og skilmála fyrir kreditkortaþjónustuna . Ef niðurstaðan verð ur að um joint dominance sé að ræða gæti samkeppnisráð væntanlega sett fyrir- mæli um stjórnarsetu í svipuðum dúr og gert var í máli Olíufélagsins/Olíu verslunar Íslands/Olíudreifingar og máli Flugleiða/ Flugfélags Norðurlands . Það er ljóst að Samkeppnisstofnun mun líta til markaðshegðunar fyrirtækjanna almennt, þar með talið hagsmunagæslu á grundvelli samkeppnislaga, er stofnunin met ur hvort samkeppni á milli fyrirtækj- anna sé raunveruleg eða hvort fyrirtækin séu í raun rekin og þeim stjórnað sem einu fyrirtæki, þar sem ekki skipti máli hvoru megin hryggjar krónurnar liggja . Ef annað hvort fyrirtækið hreyfir ekki andmælum þegar samkeppnislög eru brotin á því hlýtur það að gefa samkeppnisyfirvöldum þau skilaboð að fyrirtækin séu einungis keppinautar í orði en ekki á borði . Það má færa sterk rök fyrir því að Visa Ísland hafi ítrekað brotið samkeppnislög á Europay undanfarin ár . Er þá einkum vísað til þess að Visa sem markaðsráðandi fyrirtæki á kreditkortamarkaði hér á landi hafi misnotað markaðsyfirráð sín með ýmsum hætti . Síðasta dæmi þessa eru viðbrögð Visa við Veltukorti SPRON og Europay þar sem Visa býður svo til þegar í stað sömu nýjung og Europay á betri kjörum . Fyrirtæki mega að sjálfsögðu svara samkeppni og reyna að vernda markaðshlutdeild sína, en það er ekki sama hvernig það er gert . Hvað svar Visa við Veltukorti SPRON og Europay varðar verður ekki annað séð en Visa brjóti 10 . gr . samkeppnislaganna með því að samræma með öllu verð og kjör þjónustubanka Visa . Það sem er þó e .t .v . alvarlegra fyrir eigendur Visa er að það kann að verða litið svo á af hálfu samkeppnisyfirvalda að eigendur Visa eigi þátt í því broti . Samkvæmt 52 . gr . samkeppnislaganna má sekta fyrirtæki um upphæð sem nem- ur allt að 10% af veltu þess fyrir brot á bann ákvæðum samkeppnislaganna . Þessari heim ild hefur ekki verið beitt enn sem komið er, en vitað er að Sam- keppnisstofnun bíður einungis eftir „rétta“ málinu til að vekja athygli á þessari heimild og Sam keppnisstofnun í leið inni . Ef Europay Ísland bregst ekki við brotum Visa á samkeppnislögum er nærtækt að túlka það sem staðfestingu á því að samkeppni milli Visa og Europay sé ekki raunveruleg . Þá má búast við að óbreytt stjórnunaraðild eða jafnvel eignarhald að kortafyrirtækjunum sæti aðfinnslum af hálfu samkeppnisráðs . Skynsamlegt getur verið að flýta inn- komu nýs eignaraðila, t .d . erlends eins og í umræðu hefur verið . Ef það yrði gert áður en Samkeppnisstofnun lýkur athugun sinni breytist samkeppnisímynd korta- fyrirtækjanna, sérstaklega ef hægt er að sýna að nýr eignaraðili, þótt í minnihluta sé, hafi tryggt sér áhrif og stjórnunarlegt sjálf stæði félagsins t .d . með hluthafasam- komu lagi . Reykjavík og Brussel, 26 . apríl 1999, Ásgeir Thoroddsen, Eggert B. Ólafsson Rammagrein 1

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.