Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 19

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 19
18 Þjóðmál SUmAR 2013 Umræðan um myndina Hvell og at-burðina sem þar er lýst er öll á einn veg . Fólk er yfirleitt sammála um að bændur hafi forðað stórslysi . Að hefðu áform verk- fræðinga og virkjunarsinna náð fram að ganga hefði tjónið verið óbætanlegt . Fremja átti hryðjuverk gegn Íslandi . Því var afstýrt með hjálp dýnamíts . Myndin hefst á því að áhorfendur eru leiddir mjúklega inn í þá paradís sem Mý- vatnssveit og Laxárdalurinn er . Við erum látin vagga í öldunni á bát í fögru sumar- veðri, umkringd fjölskrúðugasta fuglal ífi sem fyrirfinnst á norðurhveli jarðar . Hér búa fimmtíu andategundir . Hér veiðist urriði og lax . Hér er að finna friðsæla kjarr- græna hólma . Vatnið er tært og kalt og blátt . Hvert sem litið er má sjá lágreista, ávala gíga, hraundranga og önnur merki um eldsumbrot . Allt er þetta klætt grænni slikju sumargróðursins . Björn Jónasson Hvellur Hin óhjákvæmilega eyðilegging Mývatns* Við erum í fylgd með heimamönnum sem tala upphátt við endurnar, bursta fluguna úr vanganum eiginlega án athygli . Þetta er eins og að ganga um ósnerta skóg- ana við Amazon í fylgd með frum byggjum . Tíminn er ekki mældur með armbands úri og ekki dagatali . Hér ríkir Móðir Náttúra ásamt dætrum sínum, Feg urðinni og Eilífðinni . Við erum stödd í anddyri full- komleikans . Við getum með sama hætti sagst vera stödd í myndskreytingu við upphaf Völu- spár, er völvan lýsir heiminum svo: Sól skein sunnan á salar steina, þá var grund gróin grænum lauki . ________________ * Myndirnar í greininni eru birtar með leyfi Miðkvíslar ehf .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.