Þjóðmál - 01.06.2013, Page 19

Þjóðmál - 01.06.2013, Page 19
18 Þjóðmál SUmAR 2013 Umræðan um myndina Hvell og at-burðina sem þar er lýst er öll á einn veg . Fólk er yfirleitt sammála um að bændur hafi forðað stórslysi . Að hefðu áform verk- fræðinga og virkjunarsinna náð fram að ganga hefði tjónið verið óbætanlegt . Fremja átti hryðjuverk gegn Íslandi . Því var afstýrt með hjálp dýnamíts . Myndin hefst á því að áhorfendur eru leiddir mjúklega inn í þá paradís sem Mý- vatnssveit og Laxárdalurinn er . Við erum látin vagga í öldunni á bát í fögru sumar- veðri, umkringd fjölskrúðugasta fuglal ífi sem fyrirfinnst á norðurhveli jarðar . Hér búa fimmtíu andategundir . Hér veiðist urriði og lax . Hér er að finna friðsæla kjarr- græna hólma . Vatnið er tært og kalt og blátt . Hvert sem litið er má sjá lágreista, ávala gíga, hraundranga og önnur merki um eldsumbrot . Allt er þetta klætt grænni slikju sumargróðursins . Björn Jónasson Hvellur Hin óhjákvæmilega eyðilegging Mývatns* Við erum í fylgd með heimamönnum sem tala upphátt við endurnar, bursta fluguna úr vanganum eiginlega án athygli . Þetta er eins og að ganga um ósnerta skóg- ana við Amazon í fylgd með frum byggjum . Tíminn er ekki mældur með armbands úri og ekki dagatali . Hér ríkir Móðir Náttúra ásamt dætrum sínum, Feg urðinni og Eilífðinni . Við erum stödd í anddyri full- komleikans . Við getum með sama hætti sagst vera stödd í myndskreytingu við upphaf Völu- spár, er völvan lýsir heiminum svo: Sól skein sunnan á salar steina, þá var grund gróin grænum lauki . ________________ * Myndirnar í greininni eru birtar með leyfi Miðkvíslar ehf .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.