Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 66

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 66
 Þjóðmál SUmAR 2013 65 nánara en í Reiknistofu bankanna (RB), sem allir bankar og sparisjóðir áttu saman í beinu hlutfalli við umsvif . Þar komu allir þræðir saman, þar á meðal mikilvægustu þræðir þess máls sem hér er til umræðu . Félögin, sem sektuð voru, eru samofin kerfum RB . Má SE ákveða að skoða bara hluta máls, t .d . sum félög en ekki önnur þeim samofin í viðskiptum og eignarhaldi? Mátti SE sleppa RB? Í samkeppnislögum er að finna heimild til að takmarka rannsókn máls, en ég efast um að það hafi getað gengið í ljósi þess að um eina samofna heild var að ræða í þessu tilviki . Að undanskilja RB sem fór með stærstan hluta greiðslumiðlunar landsins, þ .m .t . debetkortin, skekkti rann- sókn málsins og gerði SE kleift að ljúka því á röngum forsendum . Fyrst SE komst að niðurstöðu um samráðsbrot í tilviki debetkorta, sem voru hjá RB, var það óheimilt . Ég fullyrði að ég átti gild svör við öllum þeim atriðum sem sett voru fram á hendur Borgun hf . en ég var hvorki spurður né fékk að gefa skýrslu . Mikið lá við að halda mér utan við rannsóknina . Niðurstöðum hefði vart verið unnt að stýra í umsaminn farveg án þess . RB var síðar breytt í hlutafélag í kyrrþey og stjórn þess gerð fjarlæg bönkum og sparisjóðum . Það voru meiri tímamót en menn gerðu sér almennt grein fyrir . SE virðist hafa sett eigend um kortafélaga skilyrði um breyt- ingar á RB, þó að hin opinbera niðurstaða bæri þess ekki vitni . Játað var að hafa reynt að hindra inn - komu Kortaþjónustunnar og PBS á mark- að inn . Það var Visa Ísland sem stóð í því . Kreditkort greiddi hins vegar götu þessara aðila með því að taka við debetfærslum fyrir Kortaþjónustuna, sem PBS gat ekki tekið á móti . Þessi staðreynd hentaði ekki í málatilbúnað SE og var því stungið undir stól . Þau brot sem stjórnirnar játuðu, og umfangsmest voru, fólust í óleyfilegu samráði, einkum samstarfi um vöru- og þjónustuþróun . Alvarlegasta brotið þótti vera gerð sameiginlegs kerfis banka og sparisjóða fyrir debetkort 13 árum fyrr eða 1994–1995, sem var tilkynningar- og leyfisskylt samstarf . Þessar skyldur voru ræktar, en tímabundið leyfi rann út án þess að menn myndu eftir að biðja um fram- lengingu . Það á að hafa verið sökin . Það er skondið að þetta samstarf um debetkort var á vegum Reiknistofu bankanna (RB), ekki kortafélaganna . Kortafélög leggja til vörumerki og tengsl við posa og alþjóðleg kortakerfi . Félögin, sem ráku kortakerfin, voru fjögur, Visa, MasterCard, posafélagið FGM og loks RB, þar sem allir þræðir koma saman . Samkeppnisyfirvöldum er heimilt að afmarka rannsókn mála, en ber þó að uppfylla rannsóknarskyldur sínar . SE kaus að halda RB utan rannsóknar sinnar . Hvers vegna? Afmörkunin var m .ö .o . sú að félagið sem vann að einu alvarlegasta brotinu, félagið þar sem allir þræðir samstarfs banka og sameiginlegra félaga þeirra koma saman, lenti utan rannsóknarinnar . Stjórnarmönnum kortafélaga lá svo mikið á að verða við óskum yfirmanna sinna um að Hápunkti náði misbeitingin líklega í janúar 2001 þegar þáverandi stjórnarformaður Visa, Halldór J . Kristjánsson, kom í eigin persónu í heimsókn til mín í Ármúla 28, ásamt aðstoðarbankastjóra sínum, formanni stjórnar Kreditkorts, og hafði í hótunum við mig út af samkeppni félaganna . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.