Þjóðmál - 01.06.2013, Side 66
Þjóðmál SUmAR 2013 65
nánara en í Reiknistofu bankanna (RB),
sem allir bankar og sparisjóðir áttu saman
í beinu hlutfalli við umsvif . Þar komu allir
þræðir saman, þar á meðal mikilvægustu
þræðir þess máls sem hér er til umræðu .
Félögin, sem sektuð voru, eru samofin
kerfum RB . Má SE ákveða að skoða bara
hluta máls, t .d . sum félög en ekki önnur
þeim samofin í viðskiptum og eignarhaldi?
Mátti SE sleppa RB? Í samkeppnislögum er
að finna heimild til að takmarka rannsókn
máls, en ég efast um að það hafi getað gengið
í ljósi þess að um eina samofna heild var að
ræða í þessu tilviki . Að undanskilja RB sem
fór með stærstan hluta greiðslumiðlunar
landsins, þ .m .t . debetkortin, skekkti rann-
sókn málsins og gerði SE kleift að ljúka
því á röngum forsendum . Fyrst SE komst
að niðurstöðu um samráðsbrot í tilviki
debetkorta, sem voru hjá RB, var það
óheimilt . Ég fullyrði að ég átti gild svör
við öllum þeim atriðum sem sett voru
fram á hendur Borgun hf . en ég var hvorki
spurður né fékk að gefa skýrslu . Mikið lá
við að halda mér utan við rannsóknina .
Niðurstöðum hefði vart verið unnt að
stýra í umsaminn farveg án þess . RB var
síðar breytt í hlutafélag í kyrrþey og stjórn
þess gerð fjarlæg bönkum og sparisjóðum .
Það voru meiri tímamót en menn gerðu
sér almennt grein fyrir . SE virðist hafa sett
eigend um kortafélaga skilyrði um breyt-
ingar á RB, þó að hin opinbera niðurstaða
bæri þess ekki vitni .
Játað var að hafa reynt að hindra inn -
komu Kortaþjónustunnar og PBS á mark-
að inn . Það var Visa Ísland sem stóð í því .
Kreditkort greiddi hins vegar götu þessara
aðila með því að taka við debetfærslum
fyrir Kortaþjónustuna, sem PBS gat ekki
tekið á móti . Þessi staðreynd hentaði ekki
í málatilbúnað SE og var því stungið undir
stól . Þau brot sem stjórnirnar játuðu,
og umfangsmest voru, fólust í óleyfilegu
samráði, einkum samstarfi um vöru- og
þjónustuþróun . Alvarlegasta brotið þótti
vera gerð sameiginlegs kerfis banka og
sparisjóða fyrir debetkort 13 árum fyrr
eða 1994–1995, sem var tilkynningar- og
leyfisskylt samstarf . Þessar skyldur voru
ræktar, en tímabundið leyfi rann út án þess
að menn myndu eftir að biðja um fram-
lengingu . Það á að hafa verið sökin . Það
er skondið að þetta samstarf um debetkort
var á vegum Reiknistofu bankanna (RB),
ekki kortafélaganna . Kortafélög leggja til
vörumerki og tengsl við posa og alþjóðleg
kortakerfi . Félögin, sem ráku kortakerfin,
voru fjögur, Visa, MasterCard, posafélagið
FGM og loks RB, þar sem allir þræðir koma
saman . Samkeppnisyfirvöldum er heimilt
að afmarka rannsókn mála, en ber þó að
uppfylla rannsóknarskyldur sínar . SE kaus
að halda RB utan rannsóknar sinnar . Hvers
vegna? Afmörkunin var m .ö .o . sú að félagið
sem vann að einu alvarlegasta brotinu,
félagið þar sem allir þræðir samstarfs
banka og sameiginlegra félaga þeirra
koma saman, lenti utan rannsóknarinnar .
Stjórnarmönnum kortafélaga lá svo mikið á
að verða við óskum yfirmanna sinna um að
Hápunkti náði misbeitingin líklega í janúar 2001 þegar
þáverandi stjórnarformaður
Visa, Halldór J . Kristjánsson,
kom í eigin persónu í heimsókn
til mín í Ármúla 28, ásamt
aðstoðarbankastjóra sínum,
formanni stjórnar Kreditkorts,
og hafði í hótunum við mig út af
samkeppni félaganna . . .