Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 92

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 92
 Þjóðmál SUmAR 2013 91 er sammála því (bls . 177) . Þeirri hugsun má líkja við hestakerru sem er dregin áfram af kerrunni á meðan hesturinn töltir rólega á eftir . Slíkir hagfræðingar geta talað um aukningu „fjármunaeigna“ (bls . 277) og „útþenslu í fjármálum“ (t .d . bls . 272) án þess að vita hvernig slík aukning eða útþensla á sér stað . „Engar sannanir“ eru fyrir skaðsemi verðbólgu „á lágu stigi“ (bls . 79), að mati höfundar, en hana er að vísu engin leið að skilgreina því að allt er afstætt (bls . 79) . Höfundur heldur því fram að seðla bank ar og ríkisstjórnir hafi bjargað því sem bjarg að varð eftir hrunið 2008 með innspýting u á nýjum peningum og ríkisákvarðaðri lækkun vaxta . Höfundur virðist ekki vera hrifinn af bönkum sem þrífast á peningaprentun seðla- bankanna . Hann telur að aukinni pen inga- prentun, að því marki sem hann gerir sér grein fyrir ástundun hennar, eigi að fylgja strangara regluverk . Hvort tveggja, peningaprentunin og stækkun regluverksins, hefur verið í gangi alla 20 . öldina og það sem af er 21 . öldinni, það hefur bara verið spýtt í . Bankarnir sjálfir taka jafnvel þátt í stækkun regluverksins því að þeir vita að þyngra regluverk torveldar stofnun sam keppnisreksturs . „Við þurfum bara að læra réttar tegundir hagfræði“ (bls . 291), segir höfundur á einum stað . Á öðrum stað segir hann að „enginn“ hafi séð fyrir hrunið 2008 (bls . 285–288) . Hefur hann þó kynnt sér verk Þorvaldar Gylfasonar, prófessors við Háskóla Íslands (bls . 137)! Höfundur ætti e .t .v . að hugleiða að kynna sér aðra hagfræði en þá sem ekkert sér fyrir? Næststærsti galli bókarinnar, á eftir hag- fræðihugmyndum hennar, eru mis heppn- aðar tilraunir höfundar til að vera frum legur . Slíkar tilraunir ýta honum líka út í mótsagnir og rökleg öngstræti . Neysla fer úr því að geta eflt efnahagslífið (bls . 177) í að vera sóun á fé sem ætti annars að renna til fjárfestinga (bls . 195) . Höfundur þakkar m .a . slátrun Stalín á bændum í Sovétríkjunum að hægt hafi verið að koma „upp undirstöðum í iðnaði“ sem hafi verið forsenda þess að tekist hafi að hrinda innrás nasista í seinni heimstyrjöldinni (bls . 170) . Seinna heldur hann því fram að það hafi verið bandarískum bílaframleiðendum að þakka að hægt var að framleiða vopn til að beita gegn nasistum (bls . 226) . Höfundur reynir líka að klína allskyns viðhorfum á kapítalismann, t .d . því að siðleg hegðun „stingi í stúf“ við hugmyndafræði þeirra sem aðhyllast frjálsan markað (bls . 71), þótt síðar geti óheflaður frjáls markaður að vísu upprætt „óæskilega siði“ (bls . 188) . Höfundur telur líka að stuðningsmenn hins frjálsa markaðar haldi að tölvutæknin hafi leyst nauðsynina á framleiðslu af hólmi (9 . atriði), en slíkt viðhorf á miklu frekar við um þá sem beinlínis vilja koma allri skítugri og ófagurri framleiðslu sem lengst burt . Auðvitað má gagnrýna kapítalismann og hinn frjálsa markað en er ekki óþarfi að gera öðrum upp einkennileg viðhorf og gagnrýna þau svo? Sumt í bókinni er samt gott . Höfundur minnir á að aukin menntun, sérstaklega háskólamenntun, sé ekki ávísun á hagsæld í framtíðinni (17 . atriði) . Hann minnir á mikilvægi þess að framleiða raunveruleg verðmæti (bls . 288–289) . Hann gagnrýnir á köflum samkvæmisdans hins opinbera og atvinnulífs (sérstaklega stórfyrirtækja) og bendir réttilega á að slíkt sé uppspretta spillingar . Hinir góðu punktar hverfa samt í hafsjó mótsagna og rangra fullyrðinga, því miður . Heildarniðurstaðan er rit sem reynir að vera frumlegt en er það ekki, fræðilegt og mistekst, og vekja til umhugsunar en án þess að skilja eftir sig neina skýra mynd af því sem er að og hvað þarf að gera . Bókin hefur engu að síður notið nokkurra vinsælda og hlotið athygli víða . Hvernig stendur á því? Hún er hvorki besta and- kapítalíska gagnrýnin sem fyrir finnst né
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.