Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 91

Þjóðmál - 01.06.2013, Blaðsíða 91
90 Þjóðmál SUmAR 2013 sem á einhvern undraverðan hátt tókst að skilja „rök markaðarins“ (bls . 160) ólíkt svo mörgum öðrum yfirvöldum sem hafa mokað fé skattgreiðenda í misheppnuð viðskipta- ævintýri . Ef Stalín hefði bara haft aðgang að ráðgjöf suður-kóreskra sérfræðinga í skipu- lagningu sovéska hagkerfisins! Að vísu telur höfundur að Sovétríkjunum hafi tekist „vel“ að iðnvæðast og framleiða hveiti og kartöflur (bls . 239) svo að kannski var engin þörf á ráðgjöf opinberra starfsmanna frá Kóreu . Stjórnvöld geta jú, að mati höfundar, gert ýmislegt „upp á eigin spýtur“ sem enginn annar getur (bls . 97), og að auki aflað „betri upplýsinga“ og aukið „gæði ákvarðana“ (bls . 155) umfram það sem hinn handahófskenndi markaður milljóna einstaklinga getur . Að hugsa sér að miðstýrð áætlanagerð hins opinbera sé skotspónn einhverra þegar þetta er raunin! Væri ekki ráð að fá höfund til að taka að sér skipulagningu íslensks landbúnaðar? Höfundi tekst ekki betur upp með töl- fræði en önnur fræði . Laun eru allt í senn, „í grunninn svipuð“ í Bandaríkjunum og Japan/Evrópu (bls . 184), töluvert lægri í Bandaríkjunum (bls . 137) og 15% hærri (bls . 185) . Auðvitað er hægt að bera saman laun á ýmsan hátt en er ekki óþarfi að bera þau saman á allan hugsanlegan hátt og draga svo mismunandi ályktanir eftir því hvað hentar höfundi hverju sinni? Dæmin hér að ofan eru engan veginn tæmandi fyrir meðhöndlun höfundar á gögnum, hagfræði, sagnfræði og tölfræði . Bókin er í himinhrópandi mótsögn við sjálfa sig frá upphafi til enda, jafnvel frá blaðsíðu til blaðsíðu . Hún er gagnslaus fyrir þá sem vilja í raun og veru fræðast um gangverk heimsins . Stærsti galli bókarinnar er samt tilraun hennar til að vera hagfræðirit án þess að höfundur skilji hlutverk, eðli og uppruna fjármagns . Skilningsleysið ýtir höfundi ofan í marga holuna í röksemdafærslu sinni . Fjár festing getur ekki átt sér stað án fjár- magns, og fjármagni verður ekki safnað nema geta lagt vinnulaun eða söluandvirði varn ings og þjónustu í sjóð í traustum gjald- miðli til seinni tíma notkunar . Þannig urðu Bandaríkin og Bretland rík, en ekki af því þeim tókst að halda erlendum varningi frá hillum verslana eða setja ólæsa innflytjendur í vinnu hjá nútímalegum fyrirtækjum . Þannig eru sum Afríkuríki en ekki öll að koma undir sig fótunum . Þannig er Asía að byggjast upp . Fjármagn gerir starfsmenn verðmætari vegna bætts aðgengis að tækjum og tólum sem aðrir bjuggu til . Fjármagn gerir eigendum þess eða lánþegum kleift að ráða starfsfólk og borga því laun þótt langt sé í að tekjur komi inn vegna vinnu þess . Verðmætari starfsmenn geta hlíft börnum sínum við vinnu og kostað menntun þeirra . Fjármagn leitar í rekstur sem gengur vel og er dregið úr rekstri sem gengur illa . Sé því ekki leyft að gerast verður öll skipulagning takmarkaðra gæða misheppnuð og leiðir til eins allsherjargjaldþrots hagkerfisins . Þannig urðu Sovétríkin fátækari og fátækari þótt stórir reykháfar hafi risið og mörgum herskipum hafi verið ýtt úr vör . Peningaprentun er allt í senn, eftirlæti höf undar og einn stærsti veikleikinn í mál- flutningi hans . Hann virðist ekki vita mikið um starfsemi seðlabanka . Hann gerir sér enga grein fyrir því að fjölgun peninga í um- ferð eykur ekki framboð á neysluvarningi . Þær hagfræðihugmyndir sem hann styðst við eru enda þær sem yfirleitt eru kenndar við John Maynard Keynes, sem höfundur kallar „ofurhagfræðing“ (bls . 207) . Að sögn Keynes þurfa menn að velja hvort markmiðið með hagstjórninni sé að ná fram „fullri atvinnu og hagvexti“ eða lágri verðbólgu (bls . 76) . Hagfræðingar af þeim skóla telja neyslu vera hagvöxt og höfundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.