Þjóðmál - 01.06.2013, Side 83

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 83
82 Þjóðmál SUmAR 2013 var Indriði Pálsson, forstjóri Skeljungs, og viðurkenndi að það væri margt til í því, sem við vorum að segja . Þessi samtöl og stóryrði skiluðu ekki árangri . Þá fóru skrýtnir hlutir að gerast . Stór útgerðarmenn og stórir fiskverkendur komu í heimsókn hver á fætur öðrum á rit- stjórn Morgunblaðsins til að útskýra fyrir okkur, að við værum að stofna útflutn ings- hagsmunum þjóðarinnar í hættu með þess- um skrifum og báðu okkur þess lengstra orða að hætta . Smátt og smátt áttaði ég mig á að þessar heimsóknir komu til vegna hvatningar úr viðskiptaráðuneytinu frá Þórhalli Ásgeirssyni, ráðuneytisstjóra, sem var áhugamaður um viðskipti við Sovét- ríkin . Og til þess að fullrar sanngirni sé gætt skal tekið fram, að auðvitað var Þórhallur að hugsa um útflutningshags muni okkar . En við spurðum á móti: Hver segir að Sovét- menn hætti að kaupa af okkur fisk, þótt við kaupum olíu frá öðrum? Þeim var annt um áhrif sín hér, sem voru veruleg og hefðu ekki stofnað þeim í voða með því að staðfesta að fiskkaupin ættu sér pólitískar rætur . Stóra trompið var svo að á samningafundi í Moskvu kröfðust sovézkir samningamenn þess, að skrif Morgunblaðsins yrðu stöðvuð . Þeim var bent á að ríkisstjórn Íslands gæti engu ráðið um þau . Þeir sögðu þá að forsætisráðherra landsins væri stjórnar- formaður útgáfufélagsins, svo að hann hlyti að geta ráðið því hvað stæði í blaðinu . (Þetta var í tíð ríkisstjórnar Geirs Hall grímssonar .) Þetta voru fyrstu kynni mín — en ekki þau síðustu — af því, sem gerist þegar fjölmiðill snýst gegn viðskiptaveldunum á Íslandi . Fyrir okkur vakti ekki annað en að benda á möguleika á að fá olíu á lægra verði, landsmönnum öllum til hagsbóta, þótt við sæjum þann viðbótarávinning að draga úr pólitískum áhrifum Sovétmanna hér . Það er of mikil sjálfhverfni hjá Svavari að halda því fram í ævisögu sinni að þessi skrif hafi snúizt um hann, þótt vel megi vera að skotið hafi verið á hann í leiðinni! Svavar segir: „Því var haldið fram í forystugreinum Morgunblaðsins, að það væri samsæri mitt og Rússa að olían hækkaði í verði . . .“ Og ennfremur: „Sjálfstæðisflokkurinn heimtaði að ég færi í viðræður við Rússa til að lækka verð á olíu . Ég hlyti að hafa sérstaklega góð sambönd .“ Þetta er út af fyrir sig rétt . Var ekki sjálf- sagt að viðskiptaráðherrann leitaði eftir beztu viðskiptakjörum fyrir þjóð sína? En athyglis verðara þó að á bak við lokaðar dyr olíunefndarinnar, sem starfandi var á þessum tíma undir forystu Jóhannesar Nordals, sagði Ingi R . Helgason, náinn sam starfs- maður Svavars, að honum dytti ekki í hug að eyðileggja sambönd sín í Moskvu með því að takast ferð á hendur þangað austur . Ég dreg þá ályktun af umfjöllun Svav- ars um þetta mál í ævisögu hans að hann hafi raunverulega gengið í banda lag með embættismannakerfinu í við skipta ráðu neyt- inu, olíufélögunum og stór út gerðar mönn- um um að halda óbreyttu kerfi í olíuinn- kaupum (sem var þægilegt fyrir olíu félögin) á sama tíma og við á Morg un blað inu héldum S tóra trompið var svo að á samningafundi í Moskvu kröfðust sovézkir samningamenn þess, að skrif Morgunblaðsins yrðu stöðvuð . Þeim var bent á að ríkisstjórn Íslands gæti engu ráðið um þau . Þeir sögðu þá að forsætisráðherra landsins væri stjórnar formaður útgáfufélagsins, svo að hann hlyti að geta ráðið því hvað stæði í blaðinu . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.