Þjóðmál - 01.06.2013, Side 62
Þjóðmál SUmAR 2013 61
Visa Ísland hafði farið með um ¾ mark -
aðarins lengi . Visa International er stærsta
greiðslukortafélag veraldarinnar, en innan
þess var Visa Ísland eins konar heims -
meistari . Hvergi á byggðu bóli var hlut-
deildin eins mikil og hvergi var korta-
velta eins mikil á mann og á kort eins og
á Íslandi . Á árlegum heimsráðstefnum Visa
Int ., sem bankastjórar sóttu, var Íslandi
hampað og hrósað . Bankastjórar úr litlu
landi urðu stórir kallar . Bankastjórar sóttust
vita skuld eftir að sitja í stjórn Visa Íslands,
en eftirlétu aðstoðarbankastjórum sínum
fremur að sitja í stjórn Kreditkorts . Á þessu
var þó ýmis gangur, undantekningar sem
sýndu regluna, en þetta einkenndi félögin
samt . Á tímabilinu 1990 til 1999 var þess
gætt að formennska róteraði milli banka og
að formennska í báðum félögum væri aldrei
samtímis á vegum eins og sama bankans .
Allir bankar og sparisjóðir áttu samt í báðum
félögunum . Afleiðing þessa var sú að stóru
bankarnir, Landsbanki og Búnaðarbanki,
og nær allir sparisjóðir, drógu taum Visa í
samkeppninni, sem úrskurð að hafði verið
„markaðsráðandi“ .
Náið samstarf keppinauta
innan Visa
Sjálfhelda lítillar markaðshlutdeildar var augljós . Ef Kreditkort missti frekari
hlutdeild gæti það haft þær afleiðingar
að það stæði ekki lengur undir sér . Þetta
leiddi til þess að á árinu 1997 var farið að
huga að breytingum á eignaraðild Kredit-
korts, í því skyni að breikka hana og fá
að gang að dreifileiðum fleiri eigenda . Það
var líka pínlegt að hafa fulltrúa þeirra
stofn ana sem drógu taum Visa áhugalitla á
stjórnar fundum . Niðurstaðan var hluthafa-
samkomulag 1998 um breytta eignaraðild
Kreditkorts hf ., sem fól í sér að hún var
löguð mikið að markaðshlutdeild eigenda
á almennum bankamarkaði . Þannig seldi
Íslandsbanki 15% hlut til annarra og hélt
eftir 35% . Þetta glæddi áhugann og eigendur
sáu möguleikann sem fólst í að vinna með
félaginu að þróun eigin vörutegunda . Mest
munaði um að SPRON ákvað að þróa á
eigin vegum svonefnt „Veltukort“ undir
merkjum MasterCard . Þeirri nýjung var
spilað út strax vorið 1999 með tæknilegri
aðstoð Kreditkorts, sem aðrir bankar og
sparisjóðir fréttu fyrst af eftir á . Einmitt
svona á að standa að vöruþróun í kortakerfi .
Visa Ísland brást hins vegar sjálft við, f .h .
allra útgefenda Visa-korta, líklega 95%
markaðarins, og spilaði út „Veltikorti“,
alveg eins lausn, nákvæmri eftirmynd . Þetta
var auðvitað kolólöglegt, Visa mátti ekki
vinna þetta fyrir hönd allra keppinauta
Hvorki þeir né stjórnandi þáttarins höfðu áttað sig á að
samráðið, sem stjórnirnar játuðu,
var einkum tæknilegt samstarf um
þróun lausna á borð við debetkort
og posakerfi . Hvort tveggja hinar
þörfustu lausnir í sjálfu sér . Nei,
grafalvar legt mál, fuss um svei . . .
Svo kom Umboðsmaður neytenda
í sjónvarps viðtal á Stöð 2 og
hneykslaðist f .h . neytenda . Hin
játuðu brot sneru samt að seljendum
en ekki neytendum . Þetta ágæta
fólk kom allt óundirbúið í sjónvarp
og talaði út og suður um allt annað
en málið snerist um . Dómstóll
götunnar var auðvitað agndofa
og taldi að um „verðsamráð“ hefði
einkum verið að ræða . Fussum svei .