Þjóðmál - 01.06.2013, Side 80

Þjóðmál - 01.06.2013, Side 80
 Þjóðmál SUmAR 2013 79 kúgaðir, niðurlægðir og arð rændir en gegn þeim, sem arðræna, kúga og niður lægja aðra í krafti eigna og for réttinda . . . Ég myndi aldrei sætta mig við að kalla mig kommúnista . Það er vegna þess að á bak við það orð er lenínisminn og alræði öreig anna; á bak við það orð er atlaga að lýðræðinu .“ Í mínum huga hafa sósíal- istar ekki einkarétt á því að standa með þeim, sem eru „kúgaðir, niðurlægðir og arðrændir“ . Reyndar tel ég að enginn geti lengur neitað því að í nafni sósíalisma hefur fólk verið „kúgað, niðurlægt og arðrænt“ á okkar tímum . Svavar Gestsson ber ekki ábyrgð á því, en kannski má halda því fram, að bæði hann og samherjar hans hér á Íslandi hafi lengst af lagt minna á sig en efni stóðu til við að vekja athygli á þess konar framferði í nafni sósíalismans bæði í Sovétríkjunum og annars staðar . En lagt þeim mun meira á sig til að gera lítið úr þeim, sem héldu því fram að svo væri . Frásögn Svavars af þeirri veröld vinstri manna í Reykjavík, sem hann gekk inn í ungur að árum er skemmtileg . Kannski finnst mér það vegna þess að ég þekkti hana sjálfur að hluta til og marga þá einstaklinga, sem hann nefnir til sögunnar en í hópi þeirra voru æskuvinir mínir á borð við Magnús Jónsson, kvikmyndaleikstjóra — menntaður í Moskvu . Og vegna þess að ég hafði kynni af þessum heimi vissi ég mæta vel, að þar voru engir pólitískir misindismenn á ferð . Þeir voru bara annarar skoðunar, hvort sem um var að ræða innanlandsmál eða heimsmálin . Laugavegur 11, sem mátti þekkja sinn fífil fegri, þegar Svavar kom til sögunnar, var á margan hátt miðstöð þessa hóps . Mér verður ljóst af lestri ævisögu Svavars að tengsl hans við Einar Olgeirsson hafa orðið til vegna vináttu Svavars og Ólafs heit ins Einarssonar, sonar Einars . Það er ekkert ljótt við það að hafa haft tengsl við Einar Olgeirsson . Hann er einn af merkustu stjórn málamönnum 20 . ald- arinnar á Íslandi og styrk- leiki hans var ekki sízt sá, að hann barðist af ein- lægri sannfæringu fyrir rétti lítilmagnans . Það breytir hins vegar engu um þá mótsögn í lífi hans og póli- tísku starfi að á sama tíma og hann taldi sig berjast fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands gegn auðvaldinu varð hann einn helzti lið- þjálfinn hér heima fyrir í sókn einræðisstjórnarinnar í Sovétríkjunum til áhrifa hér á Íslandi . Og nú liggur fyrir að hinir miklu leiðtogar sósíalismans á heimsvísu á 20 . öldinni, Jósef Stalín og Mao Tse Tung, voru mestu fjöldamorðingjar okkar tíma . Hitler var í þriðja sæti . Það er misskilningur hjá Svavari, að fréttir Morgunblaðsins á Viðreisnarárunum af innri málefnum Alþýðubandalagsins og deilum þar innan dyra hafi komið frá tengdaföður mínum, Finnboga Rúti Valde mars syni . Þær komu úr annarri átt . Hins vegar höfðu þau fjölskyldutengsl þýðingu á árum vinstri stjórnarinnar 1971–1974 fyrst og fremst vegna þess, að þar hafði ég kynnzt Birni Jónssyni og Karli Árnasyni (Hannibal þekkti ég frá fyrri tíð) . Þeir treystu mér vegna þessara tengsla en sú saga er rakin að verulegu leyti í bók minni, Sjálfstæðis flokkurinn — Átök og uppgjör, sem út kom á síðasta ári . Í ævisögu Svavars eru fróðlegar upplýs ing- ar um átökin í Alþýðubandalaginu bæði fyrr og síðar . Mér þótti fyndið að sjá, að Svavar

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.