Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 6
 Þjóðmál VETUR 2013 5 Ég man að þegar Halldóra var að hjálpa mömmu að klæða Áslaugu systur í kápuna, fannst henni hún klaufaleg við það og afsakaði sig með því að hún væri óvön að klæða litlar dömur! Mörgum áratugum seinna talaði maður nokkur á fjölmennum fundi Kaup manna- samtaka Íslands á Hótel Sögu og gat þess meðal annars í ræðu sinni að Bolungarvík væri líklega eina bæjarfélagið á landinu þar sem kaupfélag hefði ekki þrifist . Þá var ég varaformaður samtakanna . Ég var næstur á mælendaskrá og hóf mál mitt á því að upplýsa fundarmenn um að ástæða erfiðleika á rekstri kaupfélags í Bolungarvík væri trúlega sú að þar hefðu aldrei verið óvinsælir kaupmenn . * Hátindur jólanna, þegar ég var að alast upp, var jólatrésskemmtunin sem Hjálpræðisherinn á Ísafirði hélt í Stúku- húsinu í Bolungarvík á þrettándanum, 6 . janúar . Þrátt fyrir að það kostaði sjötíu og fimm aura fyrir börn á skemmtunina tókst okkur systkinunum furðu oft að komast á þessa ógleymanlegu hátíð . Við hrifumst af stóra jólatrénu með rafmagnskertunum, öllu fallega skrautinu og konunum sem spiluðu á banjó og gítar . Þær kenndu okkur fallega söngva og léku með alls konar handa hreyf- ingum um leið . Við krakkarnir í Bolungar vík sungum þessa söngva í langan tíma á eftir . Ennþá man ég nokkra af þessum söngvum . Á himni hjá Jesú mun ég hvít klæðin fá, kórónu á höfuðið og gullhörpu slá — var sungið með tilheyrandi handa hreyf- ingum . Þessi söngur var líka vinsæll: Jesús kastaði öllum syndum mínum bak við sig, og ég sé þær aldrei meir . Eins og austrið er frá vestri eru þær fjarri mér, og ég sé þær aldrei meir . E in af jólabókunum í ár er Bernskudagar, æsku minn- ingar Óskars Jóhannssonar fyrr- verandi kaupmanns í Sunnu- búðinni . Óskar fæddist í Bolungarvík árið 1928 . Hann missti föður sinn ungur og móðir hans þurfti einsömul að ala önn fyrir stórum barnahópi . Sex ára gamall fór Óskar að vinna fyrir sér á sumrin í sveit hjá ókunnugum . Þar kynntist hann vel aldagömlum vinnubrögðum og striti kynslóðanna á Íslandi . Tólf ára flutti hann að heiman — til Reykjavíkur þar sem hann haslaði sér völl sem blaðasali hjá útlendu hermönnunum sem höfðu lagt undir sig borgina . Bernskudagar er einstaklega nærfærin þroskasaga drengs og lýsing á lífsháttum fátæks alþýðufólks fyrr á tíð .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.