Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 64

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 64
 Þjóðmál VETUR 2013 63 auðlinda . Engin skýring kemur fram af flokksins hálfu á hvað þetta þýðir, né hver tilgangur eða afleiðingar séu . Alla efnislega umfjöllun hefur vantað, aðeins velkst um á öldutoppum þjóð félags- umræðu sem er á villigötum en hvergi reynt að ná til botns . Vill flokkurinn að ríkið eigi allar auðlind- ir? Á að útiloka landsmenn frá því um alla framtíð að þeir geti eignast hluta af þessum auðlindum eins og gildir um þá einstaklinga, sem nú eiga auðlindir í einkaeign og tillögur gera ráð fyrir að haldist? Fallast menn á að hugtakið „auðlind“ sé jafn fljótandi og lagt er til, þannig að Alþingi geti lögfest að hvað sem er t .d . vindur og regn, sé auðlind, sem verði þar með ríkiseign, bundin í stjórnarskrá? Sinnuleysi flokksins í þessum efnum hefur gefið vinstri öflunum frítt spil . Nú er svo komið vegna þessa tómlætis að stór hluti þjóðarinnar heldur að þjóðareign í stjórnarskrá sé gott og eðlilegt mál, en gerir sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem mannréttindum og stjórnskipan ríkisins er hér búin . Aðgerðaleysi flokksins og kjörinna málsvara hans hefur skapað tómarúm og hleypt öðrum öflum svo langt að Sjálf- stæðisflokkurinn virðist lítið annað hafa gert en að pukrast í humátt á eftir vinstri mönnum í þessu efni . Nú er kominn tími til að hverfa frá þessu dáðleysi, skaðlegu fyrir þjóðarhag . Hafa þarf skoðun og stefnu í þessum mikilsverða grundvallarmáli og gera almenningi skiljan- legt um hvað það réttilega snýst . Ef menn endilega vilja hafa ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá landsins gæti það hljóðað svona: Náttúruauðlindir landsins skulu vera ævar­ andi eign íslenskra ríkisborgara og falla undir fullveldisrétt Alþingis. Þegar stjórnvöld á Íslandi kynna áform um að stórauka út gjöld ríkisins án þess að til séu peningar fyrir þeim er auðvitað ekki til jafn viðeigandi vettvangur og Harpan . Forystumenn ríkisstjórnarinnar völdu því eðlilega að kynna tillögur sínar um að þjóðnýta einkaskuldir sumra lands manna í Almenningurborgar-salnum í Hörpunni um síðustu helgi . Í kjölfarið gerði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands könn un afstöðu manna til þessara tillagna og voru þær birt ar í Morg un blaðinu . Þar kemur í ljós að rétt rúmur meirihluti er ánægð ur með þær . Það er auðvitað hrein tilviljun að þetta er nánast sama hlut fall og skuldar verðtryggt í íbúðinni sinni . Og það er þó alltaf að minnsta kosti 1% af þessum 53% sem vill ekki senda afborganir af eigin húsnæði til leigjenda eða næstu kynslóðar . Vef-Þjóðviljinn, 6 . desember 2013 . Ertu ánægður með tillögur um þjóð- nýt ingu skulda þeirra sem skulda íbúðar lán? Já, og hvað segirðu, skuldar þú eitthvað í íbúðinni þinni? Kyndug samkvæmni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.