Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 49

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 49
48 Þjóðmál VETUR 2013 Gettysborgar- ávarpið Um þessar mundir eru 150 ár liðin frá því að ein frægasta ræða mann- kynssög unnar var flutt . Það er Gettys burg- ar ávarp Abrahams Lincoln (1808–1865), sext ánda forseta Bandaríkjanna . Ræðan er aðeins um 300 orð og tók rúmar tvær mínútur í flutn ingi . Hinn 19 . nóvember 1863 voru um fimmt- án þúsund manns saman komin við vígslu á nýjum hermanna kirkjugarði í Penn sylvaníu . Mikið mannfall hafði verið í orr ust unni við Gettysburg í bandaríska borgara stríðinu og lík hermanna lágu á víða vangi . Stjórn Penn- sylvaníu-ríkis ákvað að kaupa landskika til að búa hinum föllnu sóma sam legan hvílu- stað . Forseta Banda ríkjanna var boðið að flytja stutt ávarp við vígslu kirkjugarðsins . Í ræðunni brá Lincoln upp í hnotskurn mynd af þeim gildum sem hann taldi að land hans og þjóð stæðu fyrir . Ræðan geymir hin frægu orð „government of the people, by the people, for the people“ sem segja má að feli í sér grundvöll lýð ræðis- skipulagsins . Er talið að ræðan hafi verið innblásin af 2 .300 ára gam alli ræðu gríska stjór nvitringsins Períklesar . Í ævisögu Abrahams Lincoln eftir Thorolf Smith (Ugla 2012) er Gettysborgarávarpið birt í eftirfarandi þýðingu . Thorolf hefur þann formála að þýðingunni að „vitanlega [gefi hún] ákafl ega ófullkomna mynd af þeirri reisn og snilld, sem einkennir þetta listaverk“: Fyrir áttatíu og sjö árum skópu áar vorir nýja þjóð á þessu meginlandi . Hún var fædd í frjálsræði og helguð þeirri hugsjón að allir menn væru jafnbornir . Nú eigum vér í inn an - landsófriði, og hann er prófsteinn á það, hvort þessi þjóð eða nokkur önnur þjóð þannig borin og þessari hugsjón vígð fái lengi lifað . Vér erum saman komin á miklum vígvelli þessarar styrjaldar í því skyni að helga nokkurn hluta hans hinsta hvílustað þeirra manna, sem hér urðu að láta lífið til þess að þjóð vor mætti lifa . Það er að sönnu ljúft og lofsvert . En þegar lengra er skyggnst, getum vér ekki haslað — ekki helgað — ekki vígt þennan völl . Hugdjarfir menn, lífs og liðnir, sem hér hafa barist, hafa vígt hann með þeim hætti, að þar getum vér hvorki á aukið né úr dregið . Veröldin mun lítt um skeyta og skammt muna það, sem vér segjum hér . En hinu verður aldrei gleymt, sem þeir gerðu hér . Oss, sem eftir lifum, er því nær að vígjast hér til þess að ljúka því verki, sem þeir fengu svo drengilega fram þokað . Oss ber að vígjast því háleita marki, sem fram undan er . Veri oss minning þeirra, sem með drengskap dóu, áminning um aukinn þegnskap við þá hugsjón, sem þeir fórnuðu öllu, og strengjum þess heit að hinir horfnu skuli ekki hafa til einskis dáið, að þessi þjóð megi með guðs hjálp öðlast endurfætt frelsi, og að stjórn fólksins, á fólkinu byggð, fólksins vegna til, skuli ekki líða undir lok .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.