Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 19

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 19
18 Þjóðmál VETUR 2013 ljós myndagerð, daguerrotypi, fyrstur Íslend- inga .* Saga þessa sveitaprests er því afar merki leg eins og lesa má um í verkinu Íslenzk­ um listamönnum eftir Matthías Þórðarson . VI Teikningar af Jónasi í Fjölnisfélaginu Teikning af Jónasi eftir Helga Sigurðs-son var kynnt í Fjölnisfélaginu 16 . nóvember 1845, daginn sem Jónas hefði orðið 38 ára . Í fundargerðabók stendur: Sunnudaginn 16 . November var hald- inn Fjölnisfundur, voru 5 á fundi . Forseti [Hall dór Kr . Friðriksson] sýndi fundar- mönn um mind af Jónasi heitnum Hall- gríms syni eptir Helga, og kom mönnum sam an um að biðja Helga um að reyna að lag færa hana, og ef honum tækist vel, þá að steinprenta hana og setja í Fjölnir [svo] í vor .** Sennilegt er að myndin af Jónasi, sem Halldór Kr . Friðriksson sýndi fundar- mönn um, sé svartkrítarteikningin, sem varð veitt er í Listasafni Íslands, LÍ 154, og birt er hér að framan (7 . mynd), en þetta er eina teikning sem varðveist hefur frá hendi Helga Sigurðssonar af Jónasi sem talist getur fullgerð . Eins og ráða má af fundargerð hefur Fjölnis félögum ekki þótt teikningin nægi lega góð . Af þeim sökum hefur Helgi verið beðinn „að reyna að lagfæra hana“ . Orðalagið bendir til þess að menn hafi ekki verið trúaðir á að Helgi gæti bætt myndina svo að unnt væri að steinprenta hana og setja í Fjölni, sbr . einnig * Matthías Þórðarson: Íslenzkir listamenn . Reykjavík 1920, 48–66 . Sjá einnig Björn Th . Björnsson Íslenzk myndlist I 1964, 29 . Bjarni Jónsson: Íslenzkir Hafnarstúdentar . 1949, 184–185 . ** Eimreiðin XXXIII ár 1927, 189 . ummæli Benedikts Gröndals um listfengi Helga hér á eftir . Vitað er að Helgi reyndi að lagfæra teikningu sína, því að í fundargerð næsta fundar Fjölnisfélagsins 18 . janúar 1846 segir: Forseti kom með mind Jónasar heitins Hallgrímssonar, var hún falin Gísla Þór- arinssyni á hendur til að láta málara Déssington draga upp eptir henni, og lof- aði hann að það skyldi verða Fjölni kostn- aðarlaust ef málaranum mistækist .*** Á fundi í Fjölnisfélaginu 30 . janúar 1847 er enn talað um mynd af Jónasi: Þeir Brynjolfur Pjetursson og Konráð sögðust mundu taka mind Jónasar heitins framan við kvæði hans, ef hún yrði löguð svo að þeim þætti hún notandi, og fjellust menn því á að slá af að taka hana í Fjölni .**** Ekki var mynd Déssingtons því birt með minningargreininni eftir Konráð Gíslason í Fjölni 1847 og né heldur framan við ljóð- mæli Jónasar sem þeir Brynjólfur Pét- urs son og Konráð Gíslason sáu um .***** Ekkert hefur heldur spurst til myndar Déssingtons mál ara sem annars er með öllu ókunn ur .****** Síðari teikning Helga, sem lögð var fram í Fjölnisfélaginu, virðist einnig glötuð . Ófullgerða blýantsteikning- in (6 . mynd), gæti hins vegar verið drög að þeirri mynd, eins og áður var á minnst . *** Sami staður . **** Sama rit, 191–192 . ***** Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson . Kaup- mannahöfn 1847 . ****** Sumir hafa talið myndina framan við ljóðmælin 1883 eftir Déssington þann, sem talað er um í fund- ar gerð Fjölnisfélagsins 1846, en það er naumast rétt . Nafn hans er aðeins þekkt úr fundargerðinni . Hafa engar heimildir fundist um hann, þrátt fyrir nokkra leit .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.