Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 51

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 51
50 Þjóðmál VETUR 2013 leika . Þegar illa gengur að breiða yfir hann er gagnrýni helst svarað með þögn . Þeir starfsmenn skólans sem leyfa sér að hafa í frammi hógværa, en staðfasta, gagnrýni finna fljótt að þeir eru komnir út í kuldann hjá yfirvöldum skólans . Sama gildir um menntamálayfirvöld lands ins, sérstaklega menntamálaráðherra síð ustu tíu ára eða svo . Þeir hafa annað hvort ekki hirt um að kynna sér málið með sam an burði við önnur lönd, þrátt fyrir stöðugar ábendingar, eða þá að þeir hafa ekki viljað rugga bátnum . Þetta er sérlega kald hæðnis legt í ljósi þess að opinber stefna stjórnvalda (sem vikið verður að síðar) hefur allan þann tíma verið að efla sam keppnis- sjóði á kostnað beinna framlaga til háskóla, en sú stefna hefur ítrekað verið þverbrotin, af þessum sömu stjórnvöldum . Ástandið er svo síst betra í litlu ríkis- háskólunum en í HÍ, þar sem sömu reglur gilda um meðferð rannsóknafjár, enda er mannaflinn enn lakari í þeim flest- um . Þeir verða þó ekki ræddir sér stak- lega hér, enda innan við 10% af umfangi háskólakerfisins, en HÍ einn um 75% . Þótt Há skólinn í Reykjavík starfi alls ekki heldur í samræmi við yfirlýsta stefnu sína um að verða öflugur rannsóknaháskóli á alþjóða- mælikvarða, þá gildir annað um meðferð rannsóknafjár þar, og verður ekki fjallað um hann hér . Sturlað stigakerfi Á rið 2006 setti HÍ sér það háleita mark-mið að komast í röð hundrað bestu há skóla heims, á listum sem leggja mikla áherslu á gæði og styrk rannsókna . Þessi stefna var unnin innan skólans, undir forystu rektors, Kristínar Ingólfsdóttur, og með þátttöku akademískra starfsmanna, og hlaut mikinn hljómgrunn . Forystu skólans hefði verið í lófa lagið að fylgja þessari stefnu, hefði hún kært sig um það . Hún hefur hins vegar ekkert gert til að breyta helstu hvötunum í starfi skólans, því stigakerfi sem mat á umfangi og gæðum rannsóknaframlags einstakra starfsmanna er byggt á . Það er nógu slæmt að þetta stigakerfi ríkis háskólanna byggir nánast eingöngu á baunatalningu, þ .e .a .s . á talningu á fjölda birtra greina, ráðstefnufyrirlestra o .s .frv . Það er vissulega rétt að mjög fáar birtingar vísindamanns eru undantekningalítið merki um lítið vægi, en það er hins vegar lítil fylgni milli magns og gæða þegar komið er yfir ákveðið lágmark í birtingatíðni . Stigakerfi af þessu tagi eru nánast óþekkt í sæmilegum háskólum erlendis, af augljósum ástæðum: Gæði akademískra starfsmanna eru metin af sérfræðingum á hverju sviði fyrir sig, bæði þegar um er að ræða framgang (úr lektors- í dósents- og svo í prófessorsstöðu) og beint eða óbeint þegar laun eru annars vegar . Engu reyndu háskólafólki dettur í hug að hægt sé að meta gæði rannsóknastarfs með S tigakerfið er þannig gert að það fást að jafnaði fleiri stig fyrir grein sem birt er í íslensku tímariti en í einhverju af þeim alþjóðlegu tímaritum sem mestrar virðingar njóta . . . Afleiðingin er að á Íslandi er margfalt fleira fólk á launum en í nokkru sambærilegu landi við að stunda rannsóknir sem eru einskis virði, og sem margar fara beint í þá ruslatunnu sem flest íslensk tímarit eru, því þau eru ólæsileg fyrir meira en 99,9% viðkomandi vísindasamfélags .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.