Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 5

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 5
4 Þjóðmál VETUR 2013 Óskar Jóhannsson Bráðum koma blessuð jólin Kafli úr bókinni Bernskudagar Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Þegar jólin nálgast heyrist úr ýmsum áttum þessi alkunni og gleðiríki söngur sem allir kunna . Við vissum að þau yrðu daufleg, fyrstu jólin eftir að pabbi dó . Mamma hafði saum- að einhvern fatnað á okkur upp úr gömlu, svo að við færum ekki í jólaköttinn og hún sagði að við fengjum annaðhvort kerti eða spil í jólagjöf . Hún ætlaði að kaupa tvo pakka af marglitu, snúnu Hreins-barnakertunum og tvo pakka af barnaspilum . Hvort okkar fengi því hálfan pakka af kertum eða pakka af spilum . Við gætum skipt því á milli okkar eða átt það öll saman . Barnaspilin voru íslensk, helmingi minni en venjuleg spil, prentuð á mjög lélegan pappa . Það var mikið áfall að komast að því að það sem var til á prenti, og meira að segja sungið, var samt ekki satt, en í vísunni segir: „Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti OG spil“! En við vissum að við yrðum að sætta okkur við þetta og það gerðum við . Við nutum kertanna og spilanna öll saman og áttum þau saman . Aðallega var spiluð Langa vitleysa, sem var kölluð Áflog, og Rakki — og þá gátu allir verið með . Nú erum við aðeins þrjú á lífi af fyrri systkinahópnum og enn rifjast þetta upp fyrir hver jól þegar þessi söngur hljómar víða . Og þótt Líndal [bróðir Óskars] muni ekki eftir þessum jólum var svo oft talað um kertin og spilin að það fór ekki fram hjá honum . Þessi fyrstu jól eftir að pabbi dó urðu ógleym anleg, ekki síst vegna þess að Bjarni Eiríksson kaupmaður og Halldóra Bene- diktsdóttir kona hans buðu mömmu með allan hópinn heim til sín á annan jóladag . Þá bjuggu þau og versluðu í húsi utar í þorpinu, sem varð seinna læknisbústaður og apótek . Þótt ég hafi aðeins verið fjögurra ára gleymi ég ekki jólunum hjá þessu góða fólki sem bætti sjö manna fjölskyldu við jólaborðið hjá sér . Á jólatrénu héngu körfur úr mislitum glanspappír með sælgæti sem við fengum öll með okkur heim . Alls vorum við ellefu börnin, því að Bjarni og Halldóra áttu fimm stráka sem alla tíð hafa verið góðir vinir okkar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.