Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 36
 Þjóðmál VETUR 2013 35 ljóst að þetta sé aðeins hluti af skýringunni . Hinn hlutinn held ég sé að skólakerfi sem flokkar menn inn á vinnumarkað eftir lengd náms eggjar þá í kapphlaup þar sem hver og einn reynir að ná hærri gráðu en hinir . En þótt hlaupararnir hafi sig alla við er vafamál að kappið bæti neitt kjör þeirra . Stundum sýnist mér raunar að hærri og hærri gráður, sem menn hafa meira og meira fyrir, séu svolítið eins og stélið á páfuglinum . Karlfuglar af þeirri tegund hafa sem kunn- ugt er ógnarstórt fjaðraskraut . Það íþyngir þeim á ýmsa vegu . Þeir komast ekkert áfram með þetta hlass hangandi aftan í sér . Allt er þetta vegna þess að einhvern tíma fyrir löngu forritaði náttúruvalið formæður páfuglsins þannig að þær völdu maka eftir því hve fagurlega hann breiddi úr stélinu . Þetta var á vissan hátt viturleg skipan, ella hefði náttúran sjálfsagt útrýmt henni . Karl- fugl, sem getur breitt úr stélinu og haldið því fallega samhverfu í góða stund, er þokka lega sterkbyggður svo kvenfuglarnir tryggðu ungum sínum hrausta feður með þessari einföldu reglu um makaval: Taktu þann með stærsta samhverfa og velútbreidda blævænginn . En það sem er viturlegt fyrir einstakling hér og nú þarf ekki að þjóna langtímahagsmunum tegundarinnar . Ef karlfuglar eignast ekki afkvæmi nema þeir hafi stærra stél en nágrannar þeirra fer það bara á einn veg . Stélið verður stærra og stærra og eftir nógu margar kynslóðir er það orðið óbærilegt farg . Gerist ekki eitthvað svipað ef stór hluti vinnumarkaðarins fylgir þeirri reglu að ráða þann umsækjanda um starf sem hefur lengsta skólagöngu? Er þá ekki farin í gang vitleysa sem þýðir að þegar allir sem stefna á starf á einhverju sviði eru komnir með 20 ára skólagöngu sé eina leiðin til að ná forskoti að bæta einu ári við? Svo þegar allir hafa náð 21 ári (frá 6 til 27 ára) þá þurfa þeir sem vilja komast fram fyrir að skóla sig ár í viðbót — og það helst í einhverju sem talið er hagnýtt á þröngu sviði, fremur en því sem eflir almenna vitsmuni og mannkosti . Ef skoðunin, sem nefnd er í fyrsta lið, er tekin bókstaflega eru afleiðingarnar óttaleg firra . Þetta þýðir vitaskuld ekki að menn eigi að hætta að mennta sig til starfa . En þetta þýðir að það getur ekki verið skynsamleg almenn regla að lengri skólaganga veiti fólki betri kjör eða forgang á vinnumarkaði, enda segir það sig kannski sjálft að til margra starfa er betra að ráða fólk sem hefur gengið stutt í skóla og staðið sig vel en fólk sem hefur langa skólagöngu með lökum árangri . Lág einkunn eftir langt nám getur vissulega verið vitnisburður um dugnað manns sem lagði í erfiðustu brekkurnar með lítið nesti og klóraði sig áfram alla leið — en oft er hún aðeins staðfesting á leti og metnaðarleysi . Það eitt og sér að einn hafi hærri gráðu heldur en annar tryggir því varla að hann sé betri starfsmaður . Samt er æði margt sem ýtir undir sókn í magn „menntunar“ og raunar má færa rök að því að opinber menntastefna undanfarinna ára hafi lagt ofuráherslu á magn en ekki gæði . Til marks um þessa áherslu á magn má nefna að ríkið borgar framhaldsskólum og háskólum fyrir fjölda eininga sem Þ að getur ekki verið skynsamleg almenn regla að lengri skóla- ganga veiti fólki betri kjör eða forgang á vinnumarkaði, enda segir það sig kannski sjálft að til margra starfa er betra að ráða fólk sem hefur gengið stutt í skóla og staðið sig vel en fólk sem hefur langa skólagöngu með lökum árangri .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.