Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 9

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 9
8 Þjóðmál VETUR 2013 hrunsins og þess sem sigldi í kjölfarið . Hæfileg málamiðlun hefur tekist milli stjórn ar flokkanna . Fyrstu viðbrögð eru jákvæð . Lilja Móses- dóttir sem bauð sig fram til þings árið 2009 undir merkjum vinstri grænna (VG) til að rætta hlut skuldugra heimila sagði á vefsíðunni eyjan.is sunnudaginn 1 . desember: Það voru mikil svik við alla þá sem trúðu á mikilvægi norrænu velferðarstjórnarinnar að Steingrímur J . [Sigfússon] skyldi hafna tillögu minni um almenna leiðréttingu með 4 milljón króna þaki árið 2009 . Þess í stað reyndu Steingrímur og Jóhanna [Sig urðardóttir] að snúa öllu á haus með því að kalla sértækar aðgerðir almennar aðgerðir í anda norræna velferðarkerfisins . Nú eru það svokallaðir hægriflokkar sem fara í almenna aðgerð í anda norræna vel- ferðar kerfisins fjórum árum seinna . Ekki nóg með það heldur ætla hinir svokölluðu hægri flokkar að láta hrægammasjóðina greiða fyrir leiðréttinguna (beinu leið rétt- inguna og skattafsláttinn) en það fannst Steingrími og Jóhönnu ófært . Jóhanna og Steingrímur J . fengu slæman dóm í kosningunum 27 . apríl 2013 . Þau fylgdu stefnu sem var reist á úreltum hug- myndum í efnahags- og skattamálum . Í bókinni um Steingrím J . Sigfússon (VG) segir söguhetjan að sér hafi tekist sem fjár málaráðherra að hrinda í framkvæmd skattastefnu sem hann boðaði í bók sem hann skrifaði fyrir hrunið . Í bókinni út- listar hann sósíalísk viðhorf sín . Hann notaði sem sagt tækifærið til að hrinda þeim í fram kvæmd í skjóli hrunsins og án þess að hafa í sjálfu sér fengið til þess umboð kjósenda . Sig mundur Davíð Gunn laugs- son og Bjarni Bendiktsson fengu umboð kjósenda til þeirra aðgerða sem þeir hafa nú kynnt . Í Tíund, tímariti ríkisskattstjóra, birtist í maí 2013 grein eftir Ragnheiði Björnsdótt- ur, lögfræðing hjá embætti ríkisskattstjóra, þar sem hún birtir á sex þéttskrifuðum síðum yfirlit yfir helstu skattalagabreytingar eftir hrun en í fyrirsögn segir að aldrei hafi verið gerðar jafnmargar breytingar á sköttum á jafn stuttum tíma . Breytingarnar hafi verið umfangsmestar á beinum sköttum og þá sérstaklega lögum um tekjuskatt . Þegar Steingrímur J . hratt af stað þessari miklu hrinu skattalagabreytinga var látið í veðri vaka að þær væru nauðsynlegar vegna hrunsins . Það var skálkaskjól . Steingrímur J . nýtti sér einfaldlega hrunið til að skapa hreint umrót í skattkerfinu og í því skyni að fara sem dýpst í vasa þeirra sem hann taldi helstu pólitísku andstæðinga sína . Þessi saga heiftar og langrækni hefur ekki verið sögð á þann veg sem ber . II . M orgunblaðið minntist 100 ára afmæl is síns með því að senda blaðamenn og ljósmyndara umhverfis Steingrímur J . nýtti sér einfaldlega hrunið til að skapa hreint umrót í skatt- kerfinu og í því skyni að fara sem dýpst í vasa þeirra sem hann taldi helstu pólitísku andstæðinga sína . Þessi saga heiftar og langrækni hefur ekki verið sögð á þann veg sem ber .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.