Þjóðmál - 01.12.2013, Side 25

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 25
24 Þjóðmál VETUR 2013 og Hreiðars á Akureyri“ . Það styttist því í sjötíu ára útgáfuafmæli . Tugir þúsunda eintaka Bækurnar um Öddu nutu mikilla vinsælda og voru oft endurútgefnar . Jenna, sem er 95 ára, vill lítið gera úr vin- sældunum en segist þó enn hitta fólk sem þakkar fyrir bækurnar og minnist þeirra frá uppvaxtarárunum . „Heildarupplagið er víst um sextíu til sjötíu þúsund eintök,“ segir hún, en það mun vera mjög mikið á íslenskan mælikvarða . „Þær voru mikið lánaðar út í bókasöfnum .“ Aðspurð segir Jenna að bækurnar byggi mikið á hennar eigin reynslu og því sem hafi gerst . Persónurnar eru settar saman úr fólki sem varð á vegi hennar . Hún var fædd og alin upp í Dýrafirði, fór sextán ára að heiman, dvaldi um skeið í Stykkishólmi og fór síðan til Reykjavíkur og settist í Kennaraskólann . Þar kynntist hún Hreið- ari . Þau bjuggu á Akureyri í rúma tvo ára tugi og kenndu í sínum eigin skóla og einnig í Barnaskólanum á Akureyri og Gagn fræða skólanum . Árið 1963 fluttu þau til Reykjavíkur og störfuðu lengi sem kenn- arar í Langholtsskóla . Fyrstu sex Öddubækurnar í útgáfu Uglu, en sjöunda bókin, Adda trúlofast, kemur út á næsta ári . Sagt um Öddubækurnar Kærkomin bók fyrir vinina hennar Öddu, en þeir munu vera orðnir margir. Léttur og látlaus stíll, lipur og flækjulaus frásögn og sönn lýsing. Halldór Kristjánsson, Tíminn 9 . desember 1950 . Börnin hafa tekið bókum þeirra hjóna með fögnuði. Eiríkur Sigurðsson, Dagur 15 . desember 1956 . Sagan er liðleg og skemmtileg. Andrés Kristjánsson, Tíminn 19 . desember 1965 . Öddubækurnar eru siðbætandi í þeirri merkingu að þær halda fram hinu góða á kostnað hins illa. Jóhann Hjálmarsson Morgunblaðið 16 . mars 1995 . Hlýjan og væntumþykjan fyrir persónunum skín í gegn. Ritstjórnargrein, Morgunblaðið 21 . nóvember 2010 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.