Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 12

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 12
 Þjóðmál VETUR 2013 11 spurning ætti að brenna á vörum allra sem vilja efla og styrkja flokkinn . IV . Svarið við spurningunni snertir þrjá meginþætti . Í fyrsta lagi sundrungu í borgar stjórn- ar flokki sjálfstæðismanna . Að borgar full- trúunum skuli hafa mistekist að koma sér saman um sameiginlega afstöðu til nýs aðalskipulags Reykjavíkur sýnir dæmalaust forystuleysi innan hópsins . Fyrsta skrefið til að efla traust annarra á einhverjum hópi er að hópurinn sjálfur sé samstiga . Þetta er svo einfalt lögmál að einkennilegt er að sjálfstæðismenn í borgarstjórn skuli hafa vikið því til hliðar . Málamiðlun innan flokksins um þetta mál er lykillinn að því að honum sé treyst . Í öðru lagi hefur borgarstjórnarflokkurinn fráfarandi ekki gert upp við REI-hneykslis- málið á fullnægjandi hátt . Yfir flokknum í Reykjavíkur hvílir skuggi af því hvernig staðið var að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eftir að sjálfstæðismenn mynduðu meiri- hluta í borgarstjórn eftir kosningarnar 2006 . Innan flokksins í Reykjavík er kjarni sem bregst ókvæða við í hvert sinn sem vakið er máls á REI-hneykslinu . Ofsaleg viðbrögðin sýna ekki annað en hræðslu við að málið sé brotið til mergjar . Þessi veikleiki smitar út frá sér innan flokksins í höfuðborginni . Í þriðja lagi hefur kjörnum fulltrúum sjálf stæðismanna mistekist að sýna og sanna hve fráleitt sé að Jón Gnarr hafi verið góður borgarstjóri . Hann nýtur vinsælda og látið er með hann eins og störf hans snúist ekki um stjórnmál heldur eitthvað annað og þess vegna hafi hann sannað hve stjórnmála menn séu ómögulegir! Staðreynd er að eftir Jón Gnarr liggur ekkert annað en honum tókst að verða borgarstjóri án þess að geta gegnt embættinu á þann veg sem sæmir kjörn um fulltrúa . Hann hefur forðast að ræða mál við borgarbúa og þá sjaldan sem hann gerir það og fær erfiðar spurningar lætur hann í veðri vaka að hann sæti einelti eða hann gerir lítið úr sjónarmiðum almenn ings eins og svör hans um söfnun undir skrifta í þágu flugvallar í Vatnsmýrinni sýna . Af því sem blaðamenn Morgunblaðsins hafa skrifað frá eigin brjósti og undir nafni á 100 . afmælisári blaðsins hefur komið mest á óvart hvernig þeir hafa skrifað um Jón Gnarr og hælt honum með innantómum slagorðum á lokasprettinum . Þessi skrif eru í andstöðu við kröfur blaðsins til borgarstjóra allan tímann sem blaðið hefur birst lesendum sínum . Morgunblaðið studdi borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins í gegnum þykkt og þunnt og lét aldrei bilbug á sér finna . Nú þegar embætti borgarstjóra var breytt í stökkpall vegna einhvers annars en stjórnar á borgarmálum keppast blaðamenn við að bera lof á uppistandararann . Skyldi þeirra áhrifa hafa gætt í prófkjöri sjálf- stæðis manna? A f því sem blaðamenn Morgunblaðsins hafa skrifað frá eigin brjósti og undir nafni á 100 . afmælisári blaðsins hefur komið mest á óvart hvernig þeir hafa skrifað um Jón Gnarr og hælt honum með innantómum slagorðum . . . Þessi skrif eru í andstöðu við kröfur blaðsins til borgarstjóra allan tímann sem blaðið hefur birst lesendum sínum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.