Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 24

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 24
 Þjóðmál VETUR 2013 23 Jónas Ragnarsson Öddubækurnar byggja á eigin reynslu Rætt við Jennu Jensdóttur Öddubækurnar eru sjö . Sú fyrsta var gefin út árið 1946 en síðan kom ein á ári, sú síðasta 1952 . Þær eru eftir Jennu Jensdóttur og Hreiðar Stefánsson, Jennu og Hreiðar, eins og þau voru alltaf nefnd . Útgáfurnar eru orðnar um fjörutíu . Réttsýni, kærleikur og heilindi Fyrsta Öddubókin er reyndar frá vetrin-um 1942–1943,“ segir Jenna þegar hún er spurð um bækurnar . „Við Hreiðar höfðum flutt til Akureyrar og stofnað smá- barnaskóla . Okkur vantaði lesefni fyrir nem endurna, sem voru sex ára . Ég hand- skrifaði bókina og við fjölfölduðum hana í þrjátíu eintökum í sprittfjölritara .“ Þremur árum síðar kom bókin út á veg- um bókaútgáfu Æskunnar . Hún nefndist einfaldlega Adda, var 120 síður, innbundin og kostaði 14 krónur . Síðan komu Adda og litli bróðir, Adda lærir að synda, Adda kemur heim, Adda í kaupavinnu, Adda í menntaskóla og loks Adda trúlofast . Sú síðasta er á titil síðu sögð vera unglingabók . „Öddubækurnar hafa ávallt selst upp á skömmum tíma,“ sagði í blaðaauglýsingu og í annarri sagði: „Öddubækurnar eru í hópi vinsælustu barnabóka hérlendis .“ Æskan gaf út allar bækurnar í fyrstu útgáfu . Myndskreytingar voru eftir Loft Guðmundsson, Jóhannes Geir, Þórdísi Tryggvadóttur og Halldór Pétursson . Jenna segist ein vera höfundur Öddu- bókanna en að það hafi orðið að sam- komulagi að þau hjónin yrðu bæði skrifuð fyrir þeim til að tengja bækurnar skólan um þeirra . Hreiðar skrifaði sumar aðrar bækur en Öddubækurnar — og enn aðrar skrif- uðu þau saman . Jenna segist leggja áherslu á siðferðileg an boðskap, réttsýni, kærleika og heilindi . Adda heitir fullu nafni Agnes Þorsteinsdótt ir og er fósturdóttir læknishjóna í litlu kaup túni en varð síðar kjördóttir þeirra . Áður en fyrsta Öddubókin var gefin út í prentuðu formi sendu Jenna og Hreiðar frá sér bókina Skógarævintýri Kalla litla . Hún kom út um miðjan desember 1944 og var sögð „samin í smábarnaskóla Jennu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.