Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 50

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 50
 Þjóðmál VETUR 2013 49 Einar Steingrímsson Vondir háskólar, viljalaus stjórnvöld ÁMenntavísindasviði Háskóla Íslands eru um 130 akademískir starfsmenn (lektorar, dósentar og prófessorar) og um 20 í slíkum stöðum við Háskólann á Akureyri . Það eru því um 150 starfsmenn í rannsóknastöðum í menntavísindum við íslenska háskóla . Allt þetta fólk fær helming launa sinna fyrir að stunda rannsóknir, og yfirlýst stefna HÍ er að komast í fremstu röð rannsóknaháskóla á alþjóðavettvangi, en það krefst þess að rannsóknastarf skólans sé hátt metið í alþjóðlegum samanburði . Ef hlutfallslegur fjöldi akademískra starfs- manna í menntavísindum væri sá sami í Bandaríkjunum væru þar 150 þúsund slíkir starfsmenn . Í Bandaríkjunum eru um þrjú hundruð háskólar sem leggja mikla eða einhverja áherslu á rannsóknir (en bara um hundrað þeirra ná inn á lista yfir 300 bestu skóla heims) . En jafnvel þótt allir þessir þrjú hundruð skólar séu taldir, og þótt gert væri ráð fyrir að í þeim öllum séu allir starfsmenn með rannsóknir sem helming vinnu sinnar (sem er fjarri lagi), þá þyrfti hver og einn þessara skóla að vera með að meðaltali fimm hundruð akademíska starfsmenn í mennta vísindum . Háskóladeildir með fleiri en hundrað akademíska starfsmenn eru hins vegar sjaldgæfar, auk þess sem mikill fjöldi ofangreindra skóla er ekki með neinar rann sóknir í menntavísindum . Það er því nokkuð ljóst að á Íslandi eru, hlutfallslega, að minnsta kosti tífalt fleiri á launum við rannsóknir í menntavísindum en í Bandaríkjunum . Þetta er ein af mörgum sláandi stað reynd- um um risavaxna stærð svokallaðs rann- sóknastarfs við íslensku háskólana . Þótt vissulega séu stöku hópar vísindafólks við íslensku háskólana svo öflugir að eftir þeim er tekið á alþjóðavettvangi, þá er augljóst að ekki getur allt háskólakerfið, eða einu sinni eitt stórt svið, eins og menntavísindin, verið margfalt öflugra en gildir um bandaríska háskólasamfélagið . Hvað þá ef tekið er tillit til þess að bandarískir háskólar, sérstaklega þeir bestu, eru með mjög hátt hlutfall út- lend inga í akademískum stöðum, en afar fáir útlendingar eru í íslensku háskólunum, og margt af besta íslenska vísindafólkinu er erlendis . Í stuttu máli er þetta augljóst öllum sem vilja vita, og þarf ekki nema grófan tölfræði- legan samanburð til: Fjöldi þess fólks sem fær stóran hluta launa sinna greiddan fyrir rannsóknir í íslenskum háskólum er jafn fáránlegur og stærð íslensku bankanna fyrir hrun . Yfirvöld innan HÍ hafa hins vegar viljað að sem fæstir þekktu þennan óþægilega sann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.