Þjóðmál - 01.12.2013, Side 50

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 50
 Þjóðmál VETUR 2013 49 Einar Steingrímsson Vondir háskólar, viljalaus stjórnvöld ÁMenntavísindasviði Háskóla Íslands eru um 130 akademískir starfsmenn (lektorar, dósentar og prófessorar) og um 20 í slíkum stöðum við Háskólann á Akureyri . Það eru því um 150 starfsmenn í rannsóknastöðum í menntavísindum við íslenska háskóla . Allt þetta fólk fær helming launa sinna fyrir að stunda rannsóknir, og yfirlýst stefna HÍ er að komast í fremstu röð rannsóknaháskóla á alþjóðavettvangi, en það krefst þess að rannsóknastarf skólans sé hátt metið í alþjóðlegum samanburði . Ef hlutfallslegur fjöldi akademískra starfs- manna í menntavísindum væri sá sami í Bandaríkjunum væru þar 150 þúsund slíkir starfsmenn . Í Bandaríkjunum eru um þrjú hundruð háskólar sem leggja mikla eða einhverja áherslu á rannsóknir (en bara um hundrað þeirra ná inn á lista yfir 300 bestu skóla heims) . En jafnvel þótt allir þessir þrjú hundruð skólar séu taldir, og þótt gert væri ráð fyrir að í þeim öllum séu allir starfsmenn með rannsóknir sem helming vinnu sinnar (sem er fjarri lagi), þá þyrfti hver og einn þessara skóla að vera með að meðaltali fimm hundruð akademíska starfsmenn í mennta vísindum . Háskóladeildir með fleiri en hundrað akademíska starfsmenn eru hins vegar sjaldgæfar, auk þess sem mikill fjöldi ofangreindra skóla er ekki með neinar rann sóknir í menntavísindum . Það er því nokkuð ljóst að á Íslandi eru, hlutfallslega, að minnsta kosti tífalt fleiri á launum við rannsóknir í menntavísindum en í Bandaríkjunum . Þetta er ein af mörgum sláandi stað reynd- um um risavaxna stærð svokallaðs rann- sóknastarfs við íslensku háskólana . Þótt vissulega séu stöku hópar vísindafólks við íslensku háskólana svo öflugir að eftir þeim er tekið á alþjóðavettvangi, þá er augljóst að ekki getur allt háskólakerfið, eða einu sinni eitt stórt svið, eins og menntavísindin, verið margfalt öflugra en gildir um bandaríska háskólasamfélagið . Hvað þá ef tekið er tillit til þess að bandarískir háskólar, sérstaklega þeir bestu, eru með mjög hátt hlutfall út- lend inga í akademískum stöðum, en afar fáir útlendingar eru í íslensku háskólunum, og margt af besta íslenska vísindafólkinu er erlendis . Í stuttu máli er þetta augljóst öllum sem vilja vita, og þarf ekki nema grófan tölfræði- legan samanburð til: Fjöldi þess fólks sem fær stóran hluta launa sinna greiddan fyrir rannsóknir í íslenskum háskólum er jafn fáránlegur og stærð íslensku bankanna fyrir hrun . Yfirvöld innan HÍ hafa hins vegar viljað að sem fæstir þekktu þennan óþægilega sann-

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.