Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 10

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 10
 Þjóðmál VETUR 2013 9 landið . Frásagnir af þeirri ferð hafa sett líflegan svip á blaðið og veitt lesendum sýn á stöðu mála og mannlífið . Frásagnirnar minna einnig á gildi þess fyrir blaðið að halda vel utan um frétta ritarakerfi en það hefur því miður riðl ast í hamförunum sem gengu yfir blaðið vegna hrunsins . Má rekja það til ýmissa þátta en þó ekki síst þess að blaðið minnkaði mikið vegna samdráttar í auglýsingum . Frá árinu 2002 hefur Morgunblaðið háð ójafna samkeppni við fríblaðið Fréttablaðið . Það var um tíma með leynd í eigu stærstu smásala landsins, Baugsmanna, sem beittu því purkunarlaust í eigin þágu bæði til að hafa áhrif á stjórnmálamenn og dóm ara og auk þess til að rakka þá niður sem eig- endunum þótti réttmætt að ýta til hliðar . Baugs menn lögðu sig ekki aðeins fram um að grafa undan áskrift að Morg un blað inu heldur héldu þeir einnig þannig á fjár mun- um sem þeir nýttu til aug lýsinga að sem minnst af þeim rynni til Morg un blaðsins . Þessa atlögu hefur Morgunblaðið staðist þótt um tíma, haustið 2008, hafi það komist í eignarhald Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiganda Baugs . Margt er einkennilegt í fjölmiðlasögu síðasta áratugar og Morgunblaðið hefur orðið að standast þolraunir . Með Baugsmönnum lögðust fleiri á árarnar í því skyni að sigla blaðið í kaf . Skemmst er að minnast óvildar starfsmanna fréttastofu ríkisútvarpsins í garð blaðsins og hvatningar úr þeirri átt til fólks um að segja upp áskrift á blaðinu eða láta ógert að skrá sig sem áskrifendur . Þetta viðhorf endurspeglar hrokann í Efstaleiti sem birtist á skýran hátt í spennu sem myndaðist þar innan dyra við uppsagnir fólks undir lok nóvember 2013 . Þá er furðulegt að samkeppnisyfirvöld hafi ekki gert athugasemdir við kannanir þar sem sömu aðferðir eru látnar gilda um athugun á útbreiðslu Fréttablaðsins annars vegar og Morgunblaðsins hins vegar og niðurstöður birtar eins og um sambærilega vöru sé að ræða . Í þessu tilviki er þó önnur varan gefin en hin seld . Hvar annars staðar í við skiptalífinu kæmust menn upp með svo vill andi samanburð? Í 100 ára sögu Morgunblaðsins hafa skipst á skin og skúrir . Hvarvetna takast blaða- útgefendur á við nýtt og gjörbreytt rekstrar- umhverfi vegna áhrifa nýrrar tækni til að þjóna fjölmiðlanotkun almennings . Áhugi á fréttum, fræðandi og forvitnilegu efni hefur ekki minnkað . Leiðirnar til að nálgast efnið hafa hins vegar breyst . Prentmiðlar hafa vissulega átt undir högg að sækja en nú er sótt af æ meiri þunga að þeim miðlum sem dreifa efni á ljós vak anum . Netheimar hafa þar skapað nýjar víddir . Hin veika fjárhagslega staða fjöl miðlafyrirtækisins 365 sýnir að óhjá- kvæmi legt er að eitthvað láti undan að lokum . Þ á er furðulegt að sam-keppnisyfirvöld hafi ekki gert athugasemdir við kannanir þar sem sömu aðferðir eru látnar gilda um athugun á útbreiðslu Fréttablaðsins annars vegar og Morgunblaðsins hins vegar og niðurstöður birtar eins og um sambærilega vöru sé að ræða . Í þessu tilviki er þó önnur varan gefin en hin seld . Hvar annars staðar í viðskiptalífinu kæmust menn upp með svo villandi samanburð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.