Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 29
28 Þjóðmál VETUR 2013 þegar aðkomumenn spurðu . Yfirleitt var ekki spurt því fáir þekktu Vála . Undir niðri voru dalbúar móðgaðir yfir því að ekki skyldu hetjur og garpar hafa sest að í Hlíðardal og magnaðar sögur ritaðar þeim til dýrðar . Framsýnn hreppstjóri í Hlíðarhreppi hinum gamla hafði fyrir mörgum árum bætt úr því sem Hlíðdælingum þótti helst vanta á í fari Þormóðs vála . Hreppstjórinn fékk ungt skáld til að rita skáldsögu um dalinn: Haðar sögu Hlíðdælings . Þar voru kölluð fram vígaferli, hetjuskapur, vinátta og viska karla og fláræði kvenna . Nágrannar vógust á, bæir voru brenndir, þekjur rofnar og atgervismenn gerðir útlægir . Frásögnin var leiftrandi og skemmtileg . Lesandinn átti auðvelt með að setja sig inn í aðstæður persónanna og atburðir gerðust á skiljanlegum stöðum þar sem aðgengi var auðvelt . Bókin var nokkuð góð og hlaut ágæta dóma . Að vísu þótti gagnrýnendum frásögnin um að Höður hefði getað stokkið þrefalda hæð sína með öllum herklæðum ekki trúverðug . Þrátt fyrir góða dóma fékk Hlíðdæla aldrei mikla útbreiðslu . Hún kom út að sumarlagi, náði aldrei inn á metsölulista og gleymdist fljótt . Áratugum seinna fann laginn markaðs- maður upp á því að gera ítarlegan bækling upp úr Hlíðdælu til að kynna sveitarfélagið . Hann skrifaði ágrip af sögunni og fékk þekkt an myndlistarmann til að teikna persónur, bæi, brennur og helstu atburði . Bækl ing urinn var til á ensku, þýsku og ís- lensku . Lítil stjarna vísaði í neðanmálsgrein þar sem frá því var greint á íslensku að efnið væri tekið úr Hlíðdælu . Ekki var farið nánar út í það . Á fáeinum árum varð þetta rit aðal heimildin um Hlíðardal . Í þorpinu var sett upp safn með styttum af hetjunum úr Hlíðdælasögu . Við innganginn stóð Höður sjálfur með ógnvekjandi þriggja metra langt spjót sem var sambland af öxi, gaddakylfu og sleggju . Hann bauð gesti velkomna í marg- miðlunarbúnaði sem þeir siluðust með á eyr un um í gegnum sýninguna . Við annan hvern bás heyrðist vopnaglamur en við hina básana spýttist blóð út úr augum eða mysa upp úr keröldum . Stöðugur straumur ferðamanna var nú orð inn í Hlíðardal . Bændur tóku við gestum í bænda gistingu, byggðu smáhýsi, buðu upp á hestaferðir og reistu greiðasölur sem þeir nefndu eftir Hlíðdælu . Vinsælastur þessara staða var Kaffi Langlokka sem hét eftir einni kven hetjunni og seldi kók og langlokkur, kakó og vöfflur . Ferðaþjónustan var kær- komin lyftistöng í friði og sátt við landið og bú skapinn sem gekk sinn vanagang: Á vorin fengu krakkarnir að slóðadraga túnin á gamla traktornum . Bíllinn kom með áburð ar pokana sem biðu í túnfætinum . Það var borið á, slegið, rakað, bundið, rúllað . Á miðju sumri þöktu hvítar rúllurnar öll tún . ,,Trak tors egg,“ sögðu unglingarnir en litlu krakk arnir bentu og sögðu ,,Lúrrubaggar .“ Dal ur inn blómstraði .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.