Þjóðmál - 01.12.2013, Side 29

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 29
28 Þjóðmál VETUR 2013 þegar aðkomumenn spurðu . Yfirleitt var ekki spurt því fáir þekktu Vála . Undir niðri voru dalbúar móðgaðir yfir því að ekki skyldu hetjur og garpar hafa sest að í Hlíðardal og magnaðar sögur ritaðar þeim til dýrðar . Framsýnn hreppstjóri í Hlíðarhreppi hinum gamla hafði fyrir mörgum árum bætt úr því sem Hlíðdælingum þótti helst vanta á í fari Þormóðs vála . Hreppstjórinn fékk ungt skáld til að rita skáldsögu um dalinn: Haðar sögu Hlíðdælings . Þar voru kölluð fram vígaferli, hetjuskapur, vinátta og viska karla og fláræði kvenna . Nágrannar vógust á, bæir voru brenndir, þekjur rofnar og atgervismenn gerðir útlægir . Frásögnin var leiftrandi og skemmtileg . Lesandinn átti auðvelt með að setja sig inn í aðstæður persónanna og atburðir gerðust á skiljanlegum stöðum þar sem aðgengi var auðvelt . Bókin var nokkuð góð og hlaut ágæta dóma . Að vísu þótti gagnrýnendum frásögnin um að Höður hefði getað stokkið þrefalda hæð sína með öllum herklæðum ekki trúverðug . Þrátt fyrir góða dóma fékk Hlíðdæla aldrei mikla útbreiðslu . Hún kom út að sumarlagi, náði aldrei inn á metsölulista og gleymdist fljótt . Áratugum seinna fann laginn markaðs- maður upp á því að gera ítarlegan bækling upp úr Hlíðdælu til að kynna sveitarfélagið . Hann skrifaði ágrip af sögunni og fékk þekkt an myndlistarmann til að teikna persónur, bæi, brennur og helstu atburði . Bækl ing urinn var til á ensku, þýsku og ís- lensku . Lítil stjarna vísaði í neðanmálsgrein þar sem frá því var greint á íslensku að efnið væri tekið úr Hlíðdælu . Ekki var farið nánar út í það . Á fáeinum árum varð þetta rit aðal heimildin um Hlíðardal . Í þorpinu var sett upp safn með styttum af hetjunum úr Hlíðdælasögu . Við innganginn stóð Höður sjálfur með ógnvekjandi þriggja metra langt spjót sem var sambland af öxi, gaddakylfu og sleggju . Hann bauð gesti velkomna í marg- miðlunarbúnaði sem þeir siluðust með á eyr un um í gegnum sýninguna . Við annan hvern bás heyrðist vopnaglamur en við hina básana spýttist blóð út úr augum eða mysa upp úr keröldum . Stöðugur straumur ferðamanna var nú orð inn í Hlíðardal . Bændur tóku við gestum í bænda gistingu, byggðu smáhýsi, buðu upp á hestaferðir og reistu greiðasölur sem þeir nefndu eftir Hlíðdælu . Vinsælastur þessara staða var Kaffi Langlokka sem hét eftir einni kven hetjunni og seldi kók og langlokkur, kakó og vöfflur . Ferðaþjónustan var kær- komin lyftistöng í friði og sátt við landið og bú skapinn sem gekk sinn vanagang: Á vorin fengu krakkarnir að slóðadraga túnin á gamla traktornum . Bíllinn kom með áburð ar pokana sem biðu í túnfætinum . Það var borið á, slegið, rakað, bundið, rúllað . Á miðju sumri þöktu hvítar rúllurnar öll tún . ,,Trak tors egg,“ sögðu unglingarnir en litlu krakk arnir bentu og sögðu ,,Lúrrubaggar .“ Dal ur inn blómstraði .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.