Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 14

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 14
 Þjóðmál VETUR 2013 13 útgáfu seðilsins að athuga og þá m .a . útlit hans . Litur Jónasar var grænn, ekki blár . Fugl Jónasar er þrösturinn, ekki lóan . Fjall það sem prentað er á seðlinum heitir Drangafjall þegar horft er á það úr Öxnadal, en vestan úr Hörgárdal er það kallað Háafjall . Eðlilegra hefði því verið að á seðli sem „tileinkaður er Jónasi Hall- grímssyni“ stæði Drangafjall . Þá er það talandi tákn um skilningsleysi — svo ekki sé sagt smekkleysi Seðlabankans að láta orðin TÍU ÞÚSUND KRÓNUR kljúfa lokaerindið í frægasta ástarljóði á íslensku, Ferðalokum . Þá getur myndin, sem birt er á seðlinum, naumast talist af Jónasi Hall gríms syni, heldur mætti frekar kalla hana mynd af dönskum prentara, 2 . Steinprentið framan við Ljóðmæli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson, Kaupmannahöfn 1883 . eins og reynt verður að gera grein fyrir hér á eftir . II Talið er að engin mynd hafi verið gerð af Jónasi Hallgrímssyni í lifanda lífi .* Sú mynd, sem þekktust er og oftast hefur verið notast við og Seðlabankinn notar á „milljón punda seðil sinn“ í október 2013, er vangamynd sem birtist fyrst fram an við Ljóðmæli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson sem Hið íslenska bók- mennta félag gaf út í Kaupmannahöfn 1883 . Myndina gerði ónefndur prent- mynda smiður í prentverkinu Hoffensberg & Traps Etablissement, þar sem ljóðmælin voru prent uð . Myndin var gerð að beiðni rit nefnd ar þeirrar sem sá um útgáfu ljóð- mæl anna og er steinprent, litografia, sem svo er nefnt . Steinprentið er gert eftir ljósmynd af teikningu sem Sigurður Guðmundsson * Hannes Pétursson getur sér þess að vísu til, að á pappírsrenningi, þar sem Jónas hefur skrifað brot af þýðingu sinni á kvæði eftir danska skáldið Frederik Paludan-Müller, séu dregnar með penna rissmyndir — fimm vangamyndir — og sé um að ræða „einn og sama vangasvip í öll skiptin“, að því er Hannes telur, og hann bætir við: „Ekki þarf stórmikið hugmyndaflug til að bera kennsl á þann vangasvip, séu teikningarnar bornar saman við þær sem Helgi Sigurðsson gerði af Jónasi á líkfjölunum — og allar myndir af skáldinu eru runnar frá — svo og andlitslýsingu Jónasar eftir Konráð Gíslason . Hér eru semsé komnar, það er bjargföst sannfæring mín, sjálfsmyndir eftir Jónas, fáeinir skýrir drættir í svip hans .“ Hannes Pétursson, Kvæðafylgsni, Reykjavík 1979, 133 . Ekki verður séð að mikil líkindi séu með myndum Helga Sigurðssonar og rissmyndum Jónasar . Þvert á móti er ennið á myndum Helga af Jónasi hátt og hvelft og nefið bogið, en á flestum rissmyndunum er enni bratt og nef beint . Augnsvipurinn á rissmyndunum minnir auk þess lítið á stór augu Jónasar undir þungum augnlokum, og hár, sem rissað er á eina pennateikninguna, minnir ekki á hár á myndum Helga Sigurðssonar . Þá eru rissmyndir Jónasar innbyrðis ólíkar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.