Þjóðmál - 01.12.2013, Page 14

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 14
 Þjóðmál VETUR 2013 13 útgáfu seðilsins að athuga og þá m .a . útlit hans . Litur Jónasar var grænn, ekki blár . Fugl Jónasar er þrösturinn, ekki lóan . Fjall það sem prentað er á seðlinum heitir Drangafjall þegar horft er á það úr Öxnadal, en vestan úr Hörgárdal er það kallað Háafjall . Eðlilegra hefði því verið að á seðli sem „tileinkaður er Jónasi Hall- grímssyni“ stæði Drangafjall . Þá er það talandi tákn um skilningsleysi — svo ekki sé sagt smekkleysi Seðlabankans að láta orðin TÍU ÞÚSUND KRÓNUR kljúfa lokaerindið í frægasta ástarljóði á íslensku, Ferðalokum . Þá getur myndin, sem birt er á seðlinum, naumast talist af Jónasi Hall gríms syni, heldur mætti frekar kalla hana mynd af dönskum prentara, 2 . Steinprentið framan við Ljóðmæli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson, Kaupmannahöfn 1883 . eins og reynt verður að gera grein fyrir hér á eftir . II Talið er að engin mynd hafi verið gerð af Jónasi Hallgrímssyni í lifanda lífi .* Sú mynd, sem þekktust er og oftast hefur verið notast við og Seðlabankinn notar á „milljón punda seðil sinn“ í október 2013, er vangamynd sem birtist fyrst fram an við Ljóðmæli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson sem Hið íslenska bók- mennta félag gaf út í Kaupmannahöfn 1883 . Myndina gerði ónefndur prent- mynda smiður í prentverkinu Hoffensberg & Traps Etablissement, þar sem ljóðmælin voru prent uð . Myndin var gerð að beiðni rit nefnd ar þeirrar sem sá um útgáfu ljóð- mæl anna og er steinprent, litografia, sem svo er nefnt . Steinprentið er gert eftir ljósmynd af teikningu sem Sigurður Guðmundsson * Hannes Pétursson getur sér þess að vísu til, að á pappírsrenningi, þar sem Jónas hefur skrifað brot af þýðingu sinni á kvæði eftir danska skáldið Frederik Paludan-Müller, séu dregnar með penna rissmyndir — fimm vangamyndir — og sé um að ræða „einn og sama vangasvip í öll skiptin“, að því er Hannes telur, og hann bætir við: „Ekki þarf stórmikið hugmyndaflug til að bera kennsl á þann vangasvip, séu teikningarnar bornar saman við þær sem Helgi Sigurðsson gerði af Jónasi á líkfjölunum — og allar myndir af skáldinu eru runnar frá — svo og andlitslýsingu Jónasar eftir Konráð Gíslason . Hér eru semsé komnar, það er bjargföst sannfæring mín, sjálfsmyndir eftir Jónas, fáeinir skýrir drættir í svip hans .“ Hannes Pétursson, Kvæðafylgsni, Reykjavík 1979, 133 . Ekki verður séð að mikil líkindi séu með myndum Helga Sigurðssonar og rissmyndum Jónasar . Þvert á móti er ennið á myndum Helga af Jónasi hátt og hvelft og nefið bogið, en á flestum rissmyndunum er enni bratt og nef beint . Augnsvipurinn á rissmyndunum minnir auk þess lítið á stór augu Jónasar undir þungum augnlokum, og hár, sem rissað er á eina pennateikninguna, minnir ekki á hár á myndum Helga Sigurðssonar . Þá eru rissmyndir Jónasar innbyrðis ólíkar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.