Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 89

Þjóðmál - 01.12.2013, Blaðsíða 89
88 Þjóðmál VETUR 2013 ríkisstjórn“ . Þá taldi Ólafur Ragnar að „slík ríkisstjórn sem nyti stuðnings eða samvinnu við að minnsta kosti fjóra flokka á alþingi og hefði slíka tilvísun út í samfélagið væri kannski á vissan hátt í anda þeirrar þjóðstjórnarhugmyndar sem margir hafa sett fram að undanförnu“ . Ingibjörg Sólrún sýndi Ólafi Ragnari kulda lega framkomu á þessum blaða- mannafundi með því að segja að hún hefði annað þarfara að gera en að taka þátt í mál- fundi með honum með blaðamönnum á Bessa stöð um . Ólafur Ragnar sagði að stjórnarmyndun yrði að ganga greiðlega og hann mundi ræða við formennina aftur síðdegis miðvikudaginn 28 . janúar 2009 eða í síðasta lagi að morgni fimmtudags 29 . janúar 2009 . Ingibjörg Sólrún sló þann varnagla, að ný stjórn ætti að verða starfhæf „helst eigi síðar en fyrir helgi“ . Síðdegis þriðjudaginn 27 . janúar 2009 tók Jóhanna Sigurðardóttir við keflinu af Ingi björgu Sólrúnu innan Samfylkingar- inn ar þótt Ólafur Ragnar hefði falið Ingi- björgu Sólrúnu að stjórna viðræðunum . Í bókinni um Steingrím J . segir: „Dag- inn eftir [27 . janúar 2009] fól Ólafur Sam- fylk ingunni og vinstri grænum að ræða myndun ríkisstjórnar sem nyti stuðnings Fram sóknarflokksins . Voru þær viðræður þegar komnar á góðan rekspöl og aðkoma for setans aðeins formleg gjörð .“ Vill Stein- grímur J . gera sem minnst úr aðkomu Ólafs Ragnars að stjórnarmynduninni . „Það gætir almennt mikils misskilnings á hlutverki forsetans . Hann er ekki og á ekki að vera með puttana í því sem ríkisstjórnin er að gera,“ segir hann . Hinn 1 . febrúar 2009 sendi forseta em- bættið frá sér eftirfarandi fréttatilkynn ingu: Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun eiga fund með forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag, sunnudaginn 1 . febrúar, kl . 12:00 . Formaður Sam fylk- ingar innar mun gera forseta grein fyrir niður stöðum viðræðna sem fram hafa farið um stjórnarmyndun . Forseti Íslands hefur jafnframt boðað Jó hönnu Sigurðardóttur alþingismann og starfandi félagsmálaráðherra til Bessastaða í dag kl . 13:00 . Að loknum þeim fundi verður rætt við fréttamenn . Í raun stjórnaði Ingibjörg Sólrún aldrei við - ræðum um myndun ríkisstjórnar . Stein grím- ur J . gefur til kynna að það hafi verið ein falt formsatriði milli þeirra sem stóðu að mynd- un stjórnarinnar, hans, Ögmundar Jónas- sonar, Össurar Skarphéðinssonar og Lúð víks Bergvinssonar að koma henni á lagg irnar . Össur segir að stjórnin hafi verið kom in til sögunnar 21 . janúar 2009 . Miðað við náið samband hans við Ólaf Ragnar Gríms son má ætla að forsetinn hafi fylgst með öllum hræringum í málinu fyrir tilstilli Össurar . Á stæða er til að velta fyrir sér fordæminu sem í þessu felst við myndun minni- hluta stjórnar . Átti forseti Íslands að beita sér á annan hátt? Kanna í raun hvort unnt var að mynda meirihluta- stjórn? Í ljós kom að samið hafði verið við Framsóknar- flokkinn um að færa stjórnar- skrárvaldið frá alþingi til sérstaks stjórnlaga þings . . . Var þetta gert með vitund forseta Íslands?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.