Þjóðmál - 01.12.2013, Side 10

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 10
 Þjóðmál VETUR 2013 9 landið . Frásagnir af þeirri ferð hafa sett líflegan svip á blaðið og veitt lesendum sýn á stöðu mála og mannlífið . Frásagnirnar minna einnig á gildi þess fyrir blaðið að halda vel utan um frétta ritarakerfi en það hefur því miður riðl ast í hamförunum sem gengu yfir blaðið vegna hrunsins . Má rekja það til ýmissa þátta en þó ekki síst þess að blaðið minnkaði mikið vegna samdráttar í auglýsingum . Frá árinu 2002 hefur Morgunblaðið háð ójafna samkeppni við fríblaðið Fréttablaðið . Það var um tíma með leynd í eigu stærstu smásala landsins, Baugsmanna, sem beittu því purkunarlaust í eigin þágu bæði til að hafa áhrif á stjórnmálamenn og dóm ara og auk þess til að rakka þá niður sem eig- endunum þótti réttmætt að ýta til hliðar . Baugs menn lögðu sig ekki aðeins fram um að grafa undan áskrift að Morg un blað inu heldur héldu þeir einnig þannig á fjár mun- um sem þeir nýttu til aug lýsinga að sem minnst af þeim rynni til Morg un blaðsins . Þessa atlögu hefur Morgunblaðið staðist þótt um tíma, haustið 2008, hafi það komist í eignarhald Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eiganda Baugs . Margt er einkennilegt í fjölmiðlasögu síðasta áratugar og Morgunblaðið hefur orðið að standast þolraunir . Með Baugsmönnum lögðust fleiri á árarnar í því skyni að sigla blaðið í kaf . Skemmst er að minnast óvildar starfsmanna fréttastofu ríkisútvarpsins í garð blaðsins og hvatningar úr þeirri átt til fólks um að segja upp áskrift á blaðinu eða láta ógert að skrá sig sem áskrifendur . Þetta viðhorf endurspeglar hrokann í Efstaleiti sem birtist á skýran hátt í spennu sem myndaðist þar innan dyra við uppsagnir fólks undir lok nóvember 2013 . Þá er furðulegt að samkeppnisyfirvöld hafi ekki gert athugasemdir við kannanir þar sem sömu aðferðir eru látnar gilda um athugun á útbreiðslu Fréttablaðsins annars vegar og Morgunblaðsins hins vegar og niðurstöður birtar eins og um sambærilega vöru sé að ræða . Í þessu tilviki er þó önnur varan gefin en hin seld . Hvar annars staðar í við skiptalífinu kæmust menn upp með svo vill andi samanburð? Í 100 ára sögu Morgunblaðsins hafa skipst á skin og skúrir . Hvarvetna takast blaða- útgefendur á við nýtt og gjörbreytt rekstrar- umhverfi vegna áhrifa nýrrar tækni til að þjóna fjölmiðlanotkun almennings . Áhugi á fréttum, fræðandi og forvitnilegu efni hefur ekki minnkað . Leiðirnar til að nálgast efnið hafa hins vegar breyst . Prentmiðlar hafa vissulega átt undir högg að sækja en nú er sótt af æ meiri þunga að þeim miðlum sem dreifa efni á ljós vak anum . Netheimar hafa þar skapað nýjar víddir . Hin veika fjárhagslega staða fjöl miðlafyrirtækisins 365 sýnir að óhjá- kvæmi legt er að eitthvað láti undan að lokum . Þ á er furðulegt að sam-keppnisyfirvöld hafi ekki gert athugasemdir við kannanir þar sem sömu aðferðir eru látnar gilda um athugun á útbreiðslu Fréttablaðsins annars vegar og Morgunblaðsins hins vegar og niðurstöður birtar eins og um sambærilega vöru sé að ræða . Í þessu tilviki er þó önnur varan gefin en hin seld . Hvar annars staðar í viðskiptalífinu kæmust menn upp með svo villandi samanburð?

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.