Þjóðmál - 01.12.2013, Page 5

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 5
4 Þjóðmál VETUR 2013 Óskar Jóhannsson Bráðum koma blessuð jólin Kafli úr bókinni Bernskudagar Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. Þegar jólin nálgast heyrist úr ýmsum áttum þessi alkunni og gleðiríki söngur sem allir kunna . Við vissum að þau yrðu daufleg, fyrstu jólin eftir að pabbi dó . Mamma hafði saum- að einhvern fatnað á okkur upp úr gömlu, svo að við færum ekki í jólaköttinn og hún sagði að við fengjum annaðhvort kerti eða spil í jólagjöf . Hún ætlaði að kaupa tvo pakka af marglitu, snúnu Hreins-barnakertunum og tvo pakka af barnaspilum . Hvort okkar fengi því hálfan pakka af kertum eða pakka af spilum . Við gætum skipt því á milli okkar eða átt það öll saman . Barnaspilin voru íslensk, helmingi minni en venjuleg spil, prentuð á mjög lélegan pappa . Það var mikið áfall að komast að því að það sem var til á prenti, og meira að segja sungið, var samt ekki satt, en í vísunni segir: „Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti OG spil“! En við vissum að við yrðum að sætta okkur við þetta og það gerðum við . Við nutum kertanna og spilanna öll saman og áttum þau saman . Aðallega var spiluð Langa vitleysa, sem var kölluð Áflog, og Rakki — og þá gátu allir verið með . Nú erum við aðeins þrjú á lífi af fyrri systkinahópnum og enn rifjast þetta upp fyrir hver jól þegar þessi söngur hljómar víða . Og þótt Líndal [bróðir Óskars] muni ekki eftir þessum jólum var svo oft talað um kertin og spilin að það fór ekki fram hjá honum . Þessi fyrstu jól eftir að pabbi dó urðu ógleym anleg, ekki síst vegna þess að Bjarni Eiríksson kaupmaður og Halldóra Bene- diktsdóttir kona hans buðu mömmu með allan hópinn heim til sín á annan jóladag . Þá bjuggu þau og versluðu í húsi utar í þorpinu, sem varð seinna læknisbústaður og apótek . Þótt ég hafi aðeins verið fjögurra ára gleymi ég ekki jólunum hjá þessu góða fólki sem bætti sjö manna fjölskyldu við jólaborðið hjá sér . Á jólatrénu héngu körfur úr mislitum glanspappír með sælgæti sem við fengum öll með okkur heim . Alls vorum við ellefu börnin, því að Bjarni og Halldóra áttu fimm stráka sem alla tíð hafa verið góðir vinir okkar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.