Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 11
11 Skólavarðan 2. tbl. 2012ráðstefnur Börn og hávaði Eyrað er viðkvæmt og afar mikilvægt líffæri og skemmdir í því geta leitt til varanlegrar heyrnarskerðingar. Það er ljóst að eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna. Þrátt fyrir það hafa áhrif hávaða á heilsu barna ekki verið mikið rannsökuð. Vísbendingar eru þó um að hávaði geti leitt til heyrnardeyfu, svefntruflana og blóðþrýstingshækkunar. Talið er að sálfélagslegur vandi barna geti tengst hávaða. Hávaði orsakar þó ekki til dæmis geðraskanir en hann getur aukið á einkennin. Stanslaus hávaði hjá skólabörnum getur dregið úr athygli, sjónskerpu og heyrngreiningu og þar með haft neikvæð áhrif á málþroska, minni við flóknari úrlausnarefni, lestrarkunnáttu og námsárangur. Í stöðugum hávaða lærir barn það helst að hlusta ekki. Kennarar og rödd Samkvæmt þeim rannsóknum sem sagt var frá á ráðstefnunni glíma 11-29% kennara við vandamál tengd röddinni, til dæmis þurrki, ertingu, sviða, kekki, hæsi án kvefs og ræskingaþörf. Allt að 13% þjást af raddmeinum svo sem raddbresti og hnúðum á raddböndum. Raddvandamál kennara hafa aukist mikið síðastliðin tuttugu ár og talið er að fjölgun nemenda, meiri hávaði og aukin streita hafi haft áhrif þar á. Kennarar eru meðal þeirra sem leita hvað mest til læknis vegna raddvandamála og óþæginda þeim tengdum. Helstu áhættuþættir eru hljóðvist og hávaði, loftgæði innanhúss, líkamsstaða, vinnumenning og streita. Þar af hefur streita sterkustu fylgnina við raddvandamál. Ætla má að þessir áhættuþættir séu ef til vill til staðar í hverri einustu skólastofu. Röddin er atvinnutæki kennara. Hún er tæki okkar til að miðla fræðslu til nemenda og halda aga. En af hverju erum við ekki meðvitaðri um hættuna sem hávaði skapar röddinni? Í fyrsta lagi hefur okkur ekki verið kennt nægjanlega mikið um heyrn, rödd, raddbeitingu og hávaða. Í öðru lagi þá heyrum við svo óskaplega vel í okkur sjálfum þegar við tölum að við gerum okkur alls ekki grein fyrir því hvernig rödd okkar hljómar í eyrum annarra eða á því hversu langt hún berst. Of mikil fjarlægð milli kennara og nemenda hefur til dæmis mikið að segja þar sem að hljóð dofnar eftir því sem að fjarlægðin eykst. Fram kom að í um átta metra fjarlægð heyrir nemandi aðeins um 30% af því sem kennari segir. Í þriðja lagi þá veldur hávaði ekki beinum líkamlegum sársauka og heyrnarmissir gerist hægt og rólega í gegnum árin. Því er ekki um bráðatilfelli að ræða og við höfum því tilhneigingu til að ýta vandanum á undan okkur of lengi. Raunveruleikinn í skólanum? Tal sem barn á að heyra þarf að vera í meiri styrk en kliðurinn sem er í kring. Til að nemendur heyri og skilji vel það sem er sagt er talið að kennari þurfi að tala 15-20 desiBel yfir umhverfishljóðum. Í rannsókn á íslenskum leikskólum sem gerð var árið 2006 kom í ljós að jafngildishljóðstig var oftar en ekki hærra en 85 dB og hljóðtoppar fóru upp í 125 dB. Í hefðbundnum kennslustofum í grunn- og framhaldsskólum má gera ráð fyrir jafngildishljóðstigi frá 56 dB upp í allt að 71 dB. Enn hærri tölur er að finna í matsölum skóla, íþróttasölum og innanhúss sundlaugum. Þetta þýðir að rödd kennara gæti þurft að fara upp í eða jafnvel yfir hámarksstyrk raddarinnar en ofreynsla er við 100 dB, mælt í 30 sm fjarlægð frá munni. Þannig verður ómögulegt fyrir kennara að koma skilaboðum sínum til barnanna þar sem mál hans kemst alls ekki til skila. Þá er ekki tekið tillit til þeirra barna sem þurfa meiri styrk, svo sem barna með heyrnardeyfu, skerta greind eða annað móðurmál en íslensku. Að auki eru viðmiðunarmörk fyrir fullorðna til að nota heyrnahlífar við vinnu 85 dB og við 121 db í styrk má fullorðinn einstaklingur aðeins dvelja í 7,5 sekúndu til að skaða ekki heyrnina (sársaukamörk). Því er ljóst að í einhverjum tilfellum eru aðstæður þannig að bæði rödd kennara og heyrn nemenda og kennara er í hættu. Hávaði er ekki lögmál! Það kom skýrt fram að vitundarvakningar sé þörf en líka að hávaði í skólum er ekki lögmál. Sýnd voru dæmi frá skólum sem hafa markvisst unnið að því að draga úr hávaða, til dæmis með því að leggja áherslu á aga í sinni skólastefnu, hafa leiðbeiningar fyrir nemendur áberandi og myndrænar ásamt því að nota margvísleg hagnýt úrræði til að draga úr umhverfishávaða. Nýleg rannsókn Valdísar I. Jónsdóttur, radd- og talmeinafræðings og frummælanda á ráðstefnunni, á nokkrum almennum leikskólum og sjálfstætt starfandi leikskólum bendir m.a. til þess að leikskólastefna geti haft áhrif á hávaða. Niðurstaða hennar var sú að til þess að draga úr hávaða þá skipti eftirfarandi þættir helst máli: (leik)skólastefna, fjöldi barna í rými, agastjórnun, val á leikföngum/tækjum og að dregið sé úr hávaða frá húsgögnum, til dæmis borðum, stólum og borðbúnaði. Margt annað athyglisvert kom fram á ráðstefnunni til dæmis um nýja byggingarreglugerð og staðla, lög, hljóðvist, rannsóknir, opin kennslurými,samfélagslegan kostnað og bætur vegna raddskaða, líkamlega þætti raddar og heyrnar, vinnuvernd o.fl. Dagskrá og útdrætti er að finna á vefsíðu ráðstefnunnar www.rodd.is og upptökur af öllum erindum má finna á www.youtube.com með því að slá inn í leitarglugga „Ráðstefna um skaðleg áhrif hávaða“. Röddin er atvinnutæki kennara. Hún er tæki okkar til að miðla fræðslu til nemenda og halda aga. En af hverju erum við ekki meðvitaðri um hættuna sem hávaði skapar röddinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.