Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 47
47
Skólavarðan 2. tbl. 2012sköpun
skemmtilegt og kunnu að meta viðleitnina. Þetta eru þeir
kennarar sem hafa enn einhverja sköpunarþrá. Svo eru það
hinir sem eru löngu búnir að tapa sköpunarmætti sínum og
trúa og treysta á mátt formsins og hina einu réttu lausn þess.
Þeim er ekki skemmt.
Gildi skapandi starfs og leikrænnar tjáningar í starfi
kennarans er lífsnauðsynleg fyrir sköpunina. Kennarinn er
með stórkostlegt vopn í höndunum. Hann hefur getu og vald
til þess að hafa áhrif á einstaklinga. Hann getur bæði drepið
niður skapandi hugsun og ýtt undir hana. Lifandi kennari er
kennari sem hefur áhuga á viðfangsefninu, er skapandi og
notar leikræna tjáningu í starfi sínu. Eðlislæg leikræn tjáning
er partur af persónuleika kennara sem nær að vekja áhuga
nemenda sinna og fær þá til þess að læra án þess að þeir geri
sér grein fyrir því. Kennsla er nefnilega náðargáfa sem þú
annaðhvort hefur eða hefur ekki. Hana er ekki hægt að kenna.
Náðargáfa, nám og æfing vinna saman að því að skapa eitthvað
nýtt og ómengað. Góður kennari er vel menntaður, skapandi,
áhugasamur, hefur æft sig, hefur náðargáfu og síðast en ekki
síst er vinur nemenda sinna. Einstaklingur sem er „í kompaníi
við sköpunarkraftinn“ er frjáls.
Ef ég væri hestur væri
löngu búið að fella mig
því enginn getur riðið
svona hrekkjóttum
hesti til lengdar.
Lag og texti eftir Harald F. Gíslason og Heiðar Örn Kristjánsson.