Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 33
33 Skólavarðan 2. tbl. 2012 Veftímarit um tísku, heilsu, mat, útlit og hönnun blómstra. Að okkar mati er menntun barna ekki síður mikilvæg og því teljum við eðlilegt að veftímarit um málefni skólastarfs verði öflugt. Dæmi um efni af Krítinni af spaugsamari gerðinni - þar til betur er að gáð. Til kennarans – 10 góð ráð til að búa til ERFIÐAN bekk 1. Takmarkaðu undirbúning þinn fyrir hverja kennslustund, leiktu heldur af fingrum fram. 2. Forðastu hástemmda faglega ígrundun og markmiðssetningar þegar þú undirbýrð þig. Það er allt of tímafrekt og skiptir hvort sem er engu máli. 3. Sjáðu til þess að kennslan sé eingöngu munnleg og notaðu ekki hagnýt dæmi og verkefni. Þú getur jú ekki alltaf verið að draga allan heiminn inn í kennslustofuna. 4. Þú skalt leitast við að segja eitt en gera annað, það er ein af öruggustu aðferðunum. 5. Sjáðu til þess að nemendur haldi sig að verki en forðastu þreytandi samræður. 6. Talaðu við allan bekkinn í einu og taktu ekki tillit til einstaklinga, talaðu svo aðeins meira. 7. Notaðu ekki annað efni en hefðbundnar námsbækur. 8. Segðu nemendunum að það séu arkitektarnir sem ákveði í skólanum. 9. Þú ættir að forðast samskipti við svokallaða sérfræðinga. Venjulega gera þeir þig ábyrga(n) fyrir öllu. 10. Haltu samstarfi við foreldra í lágmarki – einkum því sem fer fram utan skólatíma. vefurinn teljum áríðandi að fagleg umræða um þau mál sem brenna á skólafólki hverju sinni eigi sér vettvang. Veftímarit um tísku, heilsu, mat, útlit og hönnun blómstra. Að okkar mati er menntun barna ekki síður mikilvæg en þessi atriði og því teljum við eðlilegt að veftímarit um málefni skólastarfs verði öflugt,“ segja þær Edda og Nanna. Krítin talar einkum til grunnskólakennara, er vefurinn eingöngu hugsaður fyrir grunnskóla? „Vefurinn talar að mestu leyti til grunnskólakennara því þar liggur okkar bakgrunnur. Við höfum báðar kennt í grunnskóla áratugum saman. En okkur dreymir um að ná til kennara á fleiri skólastigum.“ Kröftugri umræða Skólavörðunni lék forvitni á að vita hvort eitthvað hefði komið þeim á óvart þegar vefurinn var orðinn að veruleika og þær farnar að fá viðbrögð. „Við erum ánægðar með viðbrögðin, margir koma að máli við okkur og hrósa framtakinu. Við viljum að sjálfsögðu að útbreiðslan verði enn meiri og að viðbrögð við greinum verði kröftugri. Síðast en ekki síst langar okkur til að fleira skólafólk sendi okkur efni á Krítina. Við höfum til dæmis leitast við að höfða til kennara á Menntavísindasviði og hvatt þá til að benda nemendum í framhaldsnámi á Krítina sem tímarit til að birta áhugvert efni frá kennaranemum. Einnig höfum við sent beiðni í alla leik-, grunn- og framhaldskóla um góðar ábendingar,“ segja þær Edda og Nanna bjartsýnar. Íslensk myndlist fyrir heimili og fyrirtæki Til leigu og sölu myndlist eftir íslenska listamenn. Leigan er 1.000 – 10.000 kr. á mánuði. Listaverkin má leigja þar til þau eru að fullu greidd eða ljúka greiðslu fyrr og dregst þá frá áður greidd leiga. Listaverkin eru til sýnis á staðnum og einnig eru upplýsingar og myndir á www.artotek.is Daði Guðbjörnsson: Í grænum fíling Artótek Tryggvagötu 15, sími 411 6100 artotek@borgarbokasafn.is www.artotek.is Artótek í Borgarbókasafni Sigrid Valtingojer: Gjálfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.