Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 25
25 Skólavarðan 2. tbl. 2012 eða hvort hann er yfirleitt til. Hugsunin virðist vera: Það sem ég lærði í skóla var nógu gott fyrir mig og það er líka nógu gott fyrir þig. Börn eiga að margfalda, læra dagsetningar og fylla út í landakort. Allt sem við höfum lært um það hvernig við lærum síðan Cameron var lítill strákur er gleymt. Ekki er hlustað á fræðimenn heldur látið eins og þeir séu ekki til. Hér eru hans persónulegu fordómar að verki. Nokkrir starfsfélagar mínir í Cambridge auk manns frá menntamálastofnuninni (Institute of Education, innsk. keg) unnu að mótun aðalnámskrár í eitt og hálft ár. Ég fór með einni í hópnum, Mary James, út að borða í upphafi þessa þróunarstarfs og hún var mjög spennt eins og gefur að skilja. Afrakstur vinnunnar var mjög góður. En hvað gerist? Michael Gove menntamálaráðherra segir: „Nei, við gerum þetta frekar eins og ég vil hafa það.“ Það sem er að gerast í þessum málum er í anda Thatchers og Reagans. Thatcher hataðist við akademíuna og kaus að fylgja eigin innsæi. Þess háttar pólitík liggur eins og rauður þráður í gegnum sögu Englands og ég er hræddur um að svo sé víðar. Ég hef aldrei séð það eins vel og þegar ég vann að bók með John Bangs frá stærstu bresku kennarasamtökunum, NUT, og og Maurice Galton samstarfsmanni mínum í Cambridge. Bókin heitir Reinventing Schools og byggist á um fjörutíu viðtölum við lykilfólk í skólaþróun í landinu, svo sem núverandi og fyrrverandi ráðherra í öllum flokkum, skólaeftirlitsmenn og marga fleiri. Þetta varð heilt tonn af gögnum en það lá við að við legðumst í þunglyndi við skriftirnar. Stefnumótun hefur aldrei verið empírísk. Og hún hefur langoftast verið í blóra við fræðimennsku og beinlínis á móti fræðimönnum.“ Barist við eintrjáning Chris Woodhead var skólaeftirlitsmaður og reyndar yfirumsjónarmaður með enska skólakerfinu, Her Majesty‘s Chief Inspector of Schools in England, frá 1994-2000. Hann hefur alla tíð verið mjög umdeildur og umbótafólk í skólastarfi vonaðist til að hann fengi reisupassann þegar Blair komst til valda en það gekk ekki eftir. Samskipti Woodheads og stórs hluta skólafólks endurspegla þann hugmyndafræðilega ágreining sem fjallað var um hér að ofan á milli akademíu og stjórnmálamanna. Eftir að Woodhead fór á eftirlaun hefur hann fengist við ýmislegt og þar á meðal skrifað pistla um menntamál í Daily Mail. Það var á þeim vettvangi sem John MacBeath rakst á hann nokkuð óþyrmilega árið 1998. „Ég var í flugvél á leið til London og fékk Daily Mail í hendurnar, sem er líklega vinsælasta dagblaðið í Bretlandi, kannski á eftir The Sun! Þegar ég opnaði blaðið blasti við mynd af mér og undir henni stóð: Einn af þremur myrkrahöfðingjum í breskri menntun (e. at the Heart of Darkness in British Education,tilvísun í bók Joseph Conrad sem heitir „Við innstu myrkur“ í þýð. Sverris Hólmarssonar, innsk. keg) Hinir myrkrahöfðingjarnir voru Robert Alexander og Ted Wragg. Ég hringdi í þá við komuna til London og Ted hló bara að þessu. Robert var hins vegar ævareiður og vildi beint með greinina inn á borð til ríkisstjórnarinnar, en hún var umfjöllun um árlegan fyrirlestur Woodheads í hlutverki sínu sem yfirumsjónarmaður. Fyrirlesturinn hét þetta árið Blóðug slóð. Í fyrirlestrinum talaði Woodhead um okkur, þessa þrjá snarklikkuðu menn með sínar geggjuðu hugmyndir. Svo sagði hann eftirfarandi orð sem lýsa vel hugmyndum um menntun, sem ekki bara Bretar heldur fólk víða um heim þarf að kljást við: „Kennarar kenna og börn læra. Það er ekkert flóknara en það.“ Eintrjáninga á borð við Woodhead er víða að finna en vonandi ekki alltaf jafn valdamikla eins og hann var á sínum tíma. Hann hafði gríðarleg áhrif en ekki ein einasta fersk hugmynd vogaði sér inn í höfuðið á honum.“ Valdefling kennara skilar sér til nemenda Í framhaldi af þessu liggur beinast við að spyrja MacBeath út í áhrif hugmynda þeirra sem sitja við stjórnvölinn á störf kennara. John hefur sagt að kennarar búi við þann veruleika að þurfa að vera góðir í að breiða út hugmyndir annarra. Þetta valdaleysi, eða valdarán, að þurfa í sífellu að vera undir hugmyndafræðilegum hæl annarra, dregur verulega úr möguleikum kennara til að kenna. Þá skortir svigrúm til athafna. Ég spyr viðmælanda minn hvort hann sjái fyrir sér einhverja möguleika í stöðunni. Hvernig getum við snúið þessari þróun við og fært kennurum í hendur aukin áhrif í samræðu, stefnumótun og framkvæmd? „Þetta er frekar flókið mál. Allt fram á þennan dag hafa kennarar verið mjög öflugir í að fljúga undir ratsjána. Það var alveg sama hvað skólastefnu var fleygt framan í þá, kennurum tókst einhvern veginn að gera það sem þeir töldu rétt. En snaran herðist æ meir; skrifræði, stöðluð próf, ítarlegar útfærðar námskrár og skyldur. Og athafnasvigrúm kennarans dregst Leiðtogar skólans verða að vera tilbúnir til þess að stíga eitt skref til hliðar og deila valdi sínu að vissu marki með kennurunum. Þeir þurfa að rýma svæði svo kennarar hafi svigrúm til athafna. Ég get ekki lagt of mikla áherslu á þetta. viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.