Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 27
27
Skólavarðan 2. tbl. 2012
Texti: Bjarni Benedikt Björnsson.
Höfundur er íslenskukennari við MH og doktorsnemi
við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Styrkjandi
samvinna
Hugleiðing í kjölfar erindis Johns
MacBeath í Háskóla Íslands
16. október 2012.
Tilfinningar og skólasamfélagið
MacBeath vakti mig til umhugsunar um gildi tilfinninga í
skólastarfinu og hvernig skólasamfélagið hefur áhrif á alla,
jafnt nemendur, kennara og annað starfsfólk. Hann minnti
okkur á að allt nám hefst með tilfinningu, tengingu okkar
við nýtt efnisatriði eða upplýsingar. Sú tilfinning getur verið
þrungin spennu, eftirvæntingu eða jafnvel hræðslu við hið
óþekkta. Það á jafnt við um nemandann sem lærir nýtt
námsefni og kennarann sem fetar ótroðnar slóðir í kennslu
sinni. Miklu skiptir að geta stutt við hvert annað og geta borið
jafnt vandamál sem hugmyndir undir aðra. Samfélagið og
samstarfið skiptir þar sköpum.
Nemandinn í skólanum
Staða nemandans innan skólasamfélagsins þarf að vera upp-
byggjandi og jákvæð. Mjög forvitnilegt var að sjá svonefnda
Toyota-nálgun yfirfærða á nám nemandans. Taldi MacBeath
of mikla einstefnuhugsun ríkja um nám og þroska, og hún
birtist í að þekking og færni ætti að stigmagnast frá einstökum
nemanda til hins alþjóðlega samhengis. Minnti hann á að
hluti af velgengi Toyota væri að hugsa ávallt í báðar áttir, og
yfirfærsla þeirrar aðferðar sýndi okkur að það væri ekki síður
mikilvægt að gera það alþjóðlega aðgengilegt nemandanum.
Sem dæmi um þetta datt mér í hug hvernig Aðalnámskrá og
lög um framhaldsskóla skilgreina hlutverk skólans í að stuðla
að virkri þátttöku nemandans í lýðræðisþjóðfélagi. Þarna er
kjörið tækifæri til að prófa Toyota-nálgunina og skoða til dæmis
hvernig færa má lýðræðisþjóðfélagið inn í skólann, í stað þess
að einblína á að við lok skólagöngunnar hafi nemandinn verið
Hvernig get ég þróað mig og bætt kennsluna mína? Hvaða
neikvæðu þætti þarf ég að yfirvinna svo mér líði betur í
starfi? Þessar spurningar brenna eflaust á mörgum. Þær
tengjast fagvitund kennarans og starfskenningu hans,
eilífri leit að jafnvægi og ánægju í starfi. Erindi Johns
MacBeath, prófessors í menntavísindum hjá Cambridge-
háskóla, var vatn á myllu þeirra sem langar að þróa sig
áfram í starfinu og leita nýrra leiða. Hann varpaði ljósi á
gildi tilfinninganna, skólasamfélagið, stöðu nemandans
og mikilvægi samvinnu í þróunarstarfi. Einnig minnti
hann okkur á viðvarandi vandamál og neikvæðar hliðar
sem vert væri að vinna bug á. Síðast en ekki síst ítrekaði
hann að hver og einn þarf að finna sér sína leið, sinn
farveg að fylgja, til þess að starfið veiti þá ánægju sem
hver og einn á skilið.
Bjarni Benedikt Björnsson.
málþing