Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 34
34
Skólavarðan 2. tbl. 2012
Texti: GG
Heimili og skóli - landssamtök foreldra
hafa rekið vakningarátak um örugga
netnotkun á Íslandi síðan í október 2004.
Verkefnið sem er styrkt af fyrrnefndri
aðgerðaáætlun ESB hefur frá upphafi
gengið undir nafninu samfélag,
fjölskylda og tækni, skammstafað SAFT
(www.saft.is).
Markmið SAFT er að reka vakningar-
átak um örugga og jákvæða notkun
Netsins og annarra nýmiðla meðal
barna og ungmenna, foreldra,
kennara, fjölmiðla og þeirra sem starfa
við upplýsingatækni. Viðfangsefni
verkefnisins snýr að því að fræða og
styðja börn, ungmenni og foreldra í að
nýta netið og nýja miðla á jákvæðan og
öruggan hátt.
Í dag koma fjölmargir aðilar að SAFT-
verkefninu með einum eða öðrum
hætti, meðal annars með samráði um
forgangsröðun verkefna. Þar má telja
fulltrúa frá ráðuneytum, stofnunum,
menntunar- og forvarnaraðilum,
rannsóknaraðilum og aðilum
atvinnulífsins.
Öflugt starf er unnið á vegum SAFT í
forvörnum og fræðslu. Kannanir sýna
fram á góðan árangur verkefnisins á
Íslandi og aukna vitundarvakningu
um öryggi í netnotkun. Til marks um
þetta voru nýlega þrjú verkefni á vegum
SAFT á Íslandi valin meðal þeirra bestu
í Evrópu á þessu sviði. Ungmennaráð
SAFT hefur einnig vakið athygli fyrir
vasklega framgöngu, meðal annars í
jafningjafræðslu, og sem stendur tekur
það þátt í þróun rafrænna skilríkja
sem nýst gætu á samfélagssíðum á
borð við Facebook. Ungmennaráðið
tók einnig þátt í að stofna Nordic
Youth IGF (Internet Governance
Forum) með stuðningi Norrænu
ráðherranefndarinnar og mennta- og
menningarmálaráðuneytisins, en
stofnfundur var samhliða þátttöku
á EuroDIG fundi í Stokkhólmi í júní
síðastliðnum. Á þennan hátt hefur SAFT-
verkefnið átt frumkvæði að því að mynda
samráðsvettvang um netið á Íslandi.
Í núgildandi samningi sameinast
þrjú verkefni hjá SAFT: Hjálparlína,
ábendingarlína og vakningarátak.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
hefur lagt sérstaka áherslu á þátt-
töku í vakningarátaksverkefni og
innanríkisráðuneytið hefur lagt áherslu
á verkefni tengd hjálparlínu (meðal
annars með áframhaldandi samstarfi
við Póst- og fjarskiptastofnun) og verkefni
tengd ábendingalínu (meðal annars
með áframhaldandi samstarfi við
ríkislögreglustjóra).
Samningur við ESB vegna SAFT-
verkefnisins tók gildi 2004 og hefur verið
endurnýjaður á tveggja ára fresti, síðast í
júní 2012. Núgildandi stuðningur ESB snýr
að rekstri SAFT-verkefnisins á Íslandi til
2014 og er hluti af Netöryggisáætlun ESB.
SAFT
forvarnir
Frá árinu 1999 hefur Evrópusambandið (ESB) rekið
aðgerðaáætlun um örugga netnotkun sem kallast
Safer Internet Action Plan sem nú nær til 30 landa
Evrópu. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að
öruggri notkun netsins og annarra nýmiðla meðal
barna og ungmenna.
Áætluninni er skipt í fjórar meginaðgerðir:
• Verndun barna gegn ólöglegu og meiðandi efni á Netinu.
• Aðgerðir gegn óæskilegu og meiðandi efni á Netinu.
• Hvatning til öruggara netumhverfis.
• Vakningarátak um jákvæða og örugga netnotkun.