Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 21
21 Skólavarðan 2. tbl. 2012málþing Mikil umræða hefur átt sér stað um símenntun og starfsþróun kennarastéttarinnar að undanförnu. Margir líta svo á að málaflokkinn skorti stefnu og kerfisbundna framkvæmd. Yfirsýn vanti yfir framboð og eftirspurn og hvernig fjármagnið nýtist og dreifist sem til símenntunar fæst. Auk þess þurfi að verja mun meira fé til þessa málaflokks en nú er gert. Undanfarið ár hefur samstarfsnefnd unnið að úrbótum á símenntunarmálum kennara en sú vinna á sér talsverðan aðdraganda. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga efndu til samstarfs sín á milli og til þess að vinna að málinu var stofnuð ritstjórn til að undirbúa upplýsingaveitu um símenntun. Stýrihópur hefur síðan unnið að því að koma markmiðum samstarfsins í framkvæmd. Í honum sátu Sigurjón Mýrdal frá ráðuneytinu, Guðfinna Harðardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Elna Katrín Jónsdóttir frá KÍ og Jón Torfi Jónasson fyrir háskólana þrjá. Starfsmaður hópsins var Edda Kjartansdóttir. Afrakstur vinnunnar er ítarleg skýrsla og sú ákvörðun ráðherra að stofna fagráð um símenntun/starfsþróun kennara. Yfirlýsingu Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um þessa ákvörðun var fagnað á málþinginu í Bratta þann 18. október sl. Fagráð stilli saman strengi hagsmunaaðila Í Skólastefnu KÍ eru settar fram áherslur um starfsþróun og aðildarfélög KÍ fylgja þeim eftir í kjarasamningum. Undanfarin ár hafa félögin unnið sérstaklega að eflingu þessa þáttar en mikilvægt er að honum verði komið í fastari skorður en nú er. Ekki er nógu ljóst hvort skólum eða faghópum standi til boða námskeið eða kerfisbundinn stuðningur við þróunarstarf sem skipulagt er í samræmi við stefnu skólayfirvalda eða kröfur síbreytilegs umhverfis. Það skortir stefnu til langs tíma sem sveitarfélög, skólar, sjóðir og fræðsluaðilar geta horft til við eigin stefnumótun og útdeilingu fjár. Þá vantar leiðsögn um framboð fræðslu, ráðgjöf og mögulegan stuðning. Samstarfsnefndin lagði því til við ráðherra menntamála að fagráð yrði stofnað til koma góðri skipan á þessi mál. Fagráð um símenntun/starfsþróun kennara verður sameiginlegur vettvangur hagsmunaaðila sem fjalla um málaflokkinn þ.e. kennara sjálfra, vinnuveitenda þeirra og háskólanna þriggja sem mennta kennaraefni. Auk þess sem þegar hefur verið nefnt er ráðinu ætlað að stilla saman strengi hagsmunaaðila og leita upplýsinga um helstu strauma og stefnur í starfsþróun kennara. Mikilvægur áfangi í starfsþróunarmálum kennara Ákveðið að stofna fagráð um símenntun og starfsþróun kennara. Málþing um símenntun kennara í Bratta tekið þátt í stefnumótun um eigin símenntun og að félagsmenn KÍ þurfi að geta stundað rannsóknir á skólastarfi. Elna Katrín sagði að skólastefna KÍ sýndi að símenntun og starfsþróun sé kennurum ofarlega í huga og þar gætti óþreyju og óánægju með litlar framfarir í málaflokknum um áratugaskeið. Þannig telji kennarasamtökin að mikið vanti upp á að kennarar eigi kost á símenntun og starfsþróun í samræmi við menntun sína, starfsvettvang og námsþarfir. Hún benti á að aðstöðu til þess að stunda starfsþróun væri einnig mjög ábótavant. Að sögn Elnu blasir við að fjármagn til símenntunar hafi minnkað fremur en aukist – og það eigi ekki bara við um árin eftir hrun, möguleikar á því að stunda framhaldsnám meðfram starfi hafi almennt ekki batnað þó námsframboð í því skyni hafi aukist. Loks benti hún á að launuðum námsleyfum hefði ekki fjölgað lengi né réttur til þess að njóta þeirra verið tryggður betur. Kennarafélögin binda vonir við fagráð út frá sjónarmiðum um mikilvægi samræðu og samstarfs, um kerfisbundna umfjöllun og yfirsýn og mikilvægi sameiginleg stefnumótunar. „Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því, og tölum af reynslu, að veldur hver á heldur. Allir aðilar samstarfsins þurfa áfram að vinna í sínu baklandi að framgangi málefnisins. Þeir verða svo sameiginlega að afla málinu fylgis úti í samfélaginu,“ sagði Elna Katrín að lokum. Það kom í hlut Elnu Katrínar að kynna aðalfyrirlesara mál- þingsins, John MacBeath prófessor emeritus frá háskólanum í Cambridge. Hann flutti erindið „The Importance of Continuous Professional Development, some Alternative Routes“. Bjarni Benedikt Björnsson framhaldsskólakennari gerir grein fyrir erindi hans á bls. 27 - 28 hér í blaðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.