Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 15
15
Skólavarðan 2. tbl. 2012kjaramál
hann fari á vinnutíma. Barnshafandi konur eiga hins vegar rétt
til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar án
frádráttar á föstum launum, þurfi slík skoðun að fara fram í
vinnutíma.
Þegar starfsmaður hefur verið óvinnufær vegna veikinda eða
slysa samfellt í einn mánuð ber honum að skila svokölluðu
starfshæfnisvottorði þegar hann hefur störf á ný. Starfsmaður
má ekki hefja störf án þess að læknir votti að heilsa hans leyfi
og heimilt er að krefjast vottorðs trúnaðarlæknis. Það er mjög
mikilvægt að vinnuveitandi óski eftir starfshæfnisvottorði að
loknum veikindum svo starfsmaður geti farið að ávinna sér
veikindaréttinn að nýju. Óski vinnuveitandi ekki eftir því ber að
líta svo að starfsmaður sé starfhæfur á ný.
Veikindaréttur fellur niður við starfslok hvort heldur
starfsmaður segir upp starfi eða honum er sagt upp
störfum. Hafi starfsmanni borist uppsögn með venjulegum
uppsagnarfresti en veikist eftir það greiðast laun ekki lengur en
til loka ráðningartímans. Hafi veikindi hins vegar borið að áður
en til uppsagnar kemur heldur starfsmaðurinn veikindarétti
sínum þar til hann er vinnufær á ný eða veikindaréttur er
tæmdur. Vinnuveitanda er þar af leiðandi ekki mögulegt
að skerða veikindarétt starfsmanns með uppsögn úr starfi.
Mikilvægt er að leita upplýsinga hjá KÍ ef starfsmaður íhugar
Upplýsingar um veikindarétt má nálgast á vef
KÍ og einnig má senda fyrirspurnir á netfangið
ingibjorg@ki.is eða hringja síma 595 1111.
uppsögn vegna veikinda svo réttindum sé ekki fyrirgert með
ótímabærri uppsögn.
Þegar starfsmaður segir starfi sínu lausu eða er leystur frá
störfum vegna heilsubrests, varanlegrar óvinnufærni eða ef
viðkomandi hefur tæmt veikindarétt og/eða haldið starfinu
launalaust jafn lengi og veikindaréttur varði þá skulu honum
greidd svokölluð lausnarlaun. Lausnarlaun eru þriggja mánaða
laun sem greidd eru starfsmanni sem leystur er frá störfum
enda votti læknir að hann sé varanlega óvinnufær. Þetta á
við þegar starfsmaður hefur verið samfellt frá vinnu vegna
veikinda eða slysa launalaust í jafnlangan tíma og þann tíma
er hann átti rétt á að halda launum í veikindum. Mikilvægt er
að nýta fyrst rétt til sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði KÍ áður en
lausnarlaun greiðast, ef það á við, þar sem ráðning rofnar þegar
lausnarlaun hafa verið greidd og viðkomandi er þar með ekki
lengur félagsmaður í KÍ. Hægt er að sækja um sjúkradagpeninga
hjá Sjúkrasjóði KÍ sem greiðir sjúkradagpeninga til félagsmanna
sem eru í starfi en lenda tímabundið út af launaskrá eða verða
fyrir skerðingu á launum vegna veikinda eða slysa.
Nánari upplýsingar um veikindarétt má nálgast á vef KÍ og
einnig má senda fyrirspurnir til mín í tölvupósti á netfangið
ingibjorg@ki.is eða hringja hingað í síma 595 1111.