Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 24
24 Skólavarðan 2. tbl. 2012 rekinn úr skólanum fyrir að sætta mig ekki við að „svona gerði maður hlutina“. Með þessa reynslu að baki fór auðvitað svo að ég varð andófsmaður þegar ég byrjaði að kenna. Fyrst kenndi ég 12-17 ára nemendum í Frakklandi og fór síðan til Paisley í Renfrew skíri sem er um tíu kílómetrum frá miðbæ Glasgow. Þar kenndi ég krökkum á sama aldri og í Frakklandi. Skólinn í Paisley var og er selective grammar school þar sem nemendur eru valdir á grundvelli einkunna. Le directeur stormaði inn í bekkinn Ég þótti róttækur í Skotlandi og var iðulega upp á kant við rektor þar sem ég var ósáttur við hvernig hann rak skólann. Námið var endurtekning á því sem ég hafði sjálfur þurft að þola þegar ég var nemandi. Umhverfið var skrifræðislegt, kæfandi og þungt í vöfum auk sem stjórnunarhættir voru að fullu í anda valdboðs. Í Skotlandi var nemendum refsað fyrir yfirsjónir undir formerkjunum „þetta meiðir mig, meira en það meiðir þig“ en í Frakklandi var valdi beitt á gerólíkan hátt. Það skoska var vald í anda dómstólanna. Þessi hugsun var ekki fyrir hendi í franska skólanum. Ég man eftir einu skipti þar sem ég sá þennan mun á skoskum og frönskum refsingum á mjög áberandi hátt. Ég var að kenna mjög órólegum bekk og skyndilega stormaði „le directeur“ (skólastjórinn,innsk. keg) inn í skólastofuna, æddi að einum nemenda minna, pinnaði hann upp við vegg og las honum lexíuna. Þetta mætti hann að sjálfsögðu ekki gera í dag en þá voru aðrir tímar. Eftir þetta atvik hugsaði ég mikið um þegar sagt er að ekki eiga að refsa í reiði. Ég fór að máta þessa hugsun við nemendur mína og sagði að maður ætti aldrei að refsa nema í reiði. Nemendurnir leiðréttu mig auðvitað og sögðu: „Nei, maður á aldrei að refsa í reiði!“ Þá benti ég þeim á að velta þessu aðeins fyrir sér. Refsing dómstólanna er köld og fjarlæg. Reiði er mannleg og nálæg. Í Skotlandi fær nemandi skilaboðin: „Þú er vondur og ég ætla að refsa þér.“ Í Frakklandi fær hann skilaboðin: „Ég er reiður út af því sem þú varst að gera áðan.“ Það er mikill munur á menningu í þessum tveimur löndum. Þarftu alltaf að vera á móti? Mér leið ekki vel sem kennari í Skotlandi til að byrja með. Konan mín segir stundum: „John, þarftu alltaf að vera á móti?“ En ég er að róast. Ég er hins vegar enn sömu skoðunar og fyrr að góðir leiðtogar brjóti reglur.“ MacBeath nefnir sem dæmi fyrrum eftirlitsmann skóla í Skotlandi, Archie McGlynn sem fór oft óhefðbundnar og óskrifræðislegar leiðir að markinu auk þess að búa yfir frumlegri hugsun og miklu frumkvæði. Þeir John og Archie unnu saman að nokkrum málum, skrifuðu til að mynda saman bókina How good is our school? sem varð að skólastefnu í Skotlandi sem er enn við lýði og verður endurskoðuð á næsta ári, 2013. Stefnan var líka innleidd í Þýskalandi undir heitinu „Wie gut ist unsere Schule?“. „Archie hafði mikinn áhuga á að leggja eftirlitsmannakerfið niður þrátt fyrir að hann sæti sjálfur í slíku embætti. Hann áleit að skólar ættu að sjá um eftirlitsþáttinn og bað mig um að aðstoða sig við að þróa mælivísa til mats á skólastarfi. Við fórum af stað og spurðum fjölda nemenda hvað einkenndi góðan skóla í þeirra augun. Þar fengum við frábær greinimörk, eða mælikvarða, til að þróa vísana. Svo spurðum við foreldra og loks kennara að því sama og alltaf skýrðist myndin. Til að byrja með unnum við að þessu með fimm skólum, bættum síðan sjö skólum við og loks voru skólarnir alls tuttugu og fimm sem lögðu grundvöllinn að stefnunni.“ Sjálfsmatsferli skoskra skóla sem þeir Archie og John mótuðu hefur ferðast með þeim til fleiri landa innan sem utan Evrópu og kallast skoska líkanið. Sjálfur hefur John unnið frá 1997 og allt fram á þennan dag að samskonar rannsóknum í Hong Kong sem síðar renna inn í sjálfsmat skóla. Hatast við fræðimennsku Þróun í skólamálum undanfarna áratugi hefur ekki verið góð í mörgum löndum að mati Johns og alls ekki í Bretlandi. Svo sem alkunna er tók New labour stefnan við þar þegar Tony Blair varð forsætisráðherra 1997. Erfðaprins Thatcher, John Major, hafði þá setið við völd í nokkur ár og valdið járnfrúnni vonbrigðum á vonbrigði ofan. John MacBeath fagnaði mjög valdatöku Verkamannaflokksins en sú hamingja stóð ekki lengi. Nýfrjálshyggja og skilvirknilíkön reyndust menntun og skólastarfi engu betri lagsmaður en stálkló Thatcherismans. En hefur staðan skánað að mati MacBeaths eftir að hrunið varð og David Cameron tók við af Gordon Brown 2010? „Nei, ég get ekki sagt að horfur séu góðar. Cameron vill ýta öllu aftur til fortíðar, ég veit reyndar ekki alveg hvaða tíma Námið var endurtekning á því sem ég hafði sjálfur þurft að þola þegar ég var nemandi. Umhverfið var skrifræðislegt, kæfandi og þungt í vöfum auk sem stjórnunarhættir voru að fullu í anda valdboðs. viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.