Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 40

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 40
40 Skólavarðan 2. tbl. 2012rannsóknir Störf þarf að endurskilgreina með tilliti til eðlis þeirra, umfangs og lengdar vinnudags, draga þarf úr vinnuálagsmun á milli hópa og gefa starfsmönnum svigrúm til að sinna starfi sínu á dagvinnutíma. Sex af hverjum tíu félagsmönnum KÍ í framhaldsskólum fi nnur fyrir streitu í starfi (mynd 6). Munurinn er ekki marktækur á milli náms- og starfsráðgjafa, stjórnenda og kennara. Munurinn er aftur á móti marktækur á milli kennarahópa. Bóknámskennarar fi nna frekar en aðrir kennarahópar fyrir streitu í starfi (χ2 (20)=53,5, p<0,001). Alls eru 426 (63%) bóknámskennarar sammála því að fi nna fyrir streitu í starfi samanborið við sjö (25%) starfsnámskennara. Mynd 6. Streita í starfi og hópar innan framhaldsskólanna. Mynd 7 sýnir hvernig streita í starfi hefur aukist á milli á áranna 2010 og 2012 hjá framhaldsskólakennurum. Um fjórir af hverjum tíu fundu fyrir streitu í starfi árið 2010 samanborið við sex af hverjum tíu 2012. Munurinn er sextán prósentustig. Mynd 7. Streita í starfi og tímabil.* Alls fi nna 616 (55%) félagsmenn KÍ í framhaldsskólum fyrir því að vinnuálagið sé ójafnt og verkefnin hlaðist upp (mynd 8). Munurinn er ekki marktækur á milli náms- og starfsráðgjafa, stjórnenda og kennara. Munurinn er aftur á móti marktækur á milli kennarahópa (χ2 (4)=44,6, p<0,001) og munar mest á bók- og verknámskennurum. Um sex af hverjum tíu bóknámskennurum fi nna fyrir ójöfnu vinnuálagi og því að verkefnin hlaðist upp samanborið við þrjá af hverjum tíu verknámskennara, alls munar 27 prósentustigum. Mynd 8. Ójafnt vinnuálag og verkefnin hlaðast upp eftir hópum innan framhaldsskólans. Hlutfallslega fl eiri framhaldsskólakennarar fundu fyrir ójöfnu vinnuálagi og því að verkefnin hlaðist upp í starfi árið 2012 en árið 2010 (547, eða 54%), munurinn er alls ellefu prósentustig. Enginn munur reyndist vera á milli áranna 2008-2010 (mynd 9). Mynd 9. Ójafnt vinnuálag og verkefnin hlaðast upp eftir tímabilum.*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.