Skólavarðan - 01.12.2012, Page 40

Skólavarðan - 01.12.2012, Page 40
40 Skólavarðan 2. tbl. 2012rannsóknir Störf þarf að endurskilgreina með tilliti til eðlis þeirra, umfangs og lengdar vinnudags, draga þarf úr vinnuálagsmun á milli hópa og gefa starfsmönnum svigrúm til að sinna starfi sínu á dagvinnutíma. Sex af hverjum tíu félagsmönnum KÍ í framhaldsskólum fi nnur fyrir streitu í starfi (mynd 6). Munurinn er ekki marktækur á milli náms- og starfsráðgjafa, stjórnenda og kennara. Munurinn er aftur á móti marktækur á milli kennarahópa. Bóknámskennarar fi nna frekar en aðrir kennarahópar fyrir streitu í starfi (χ2 (20)=53,5, p<0,001). Alls eru 426 (63%) bóknámskennarar sammála því að fi nna fyrir streitu í starfi samanborið við sjö (25%) starfsnámskennara. Mynd 6. Streita í starfi og hópar innan framhaldsskólanna. Mynd 7 sýnir hvernig streita í starfi hefur aukist á milli á áranna 2010 og 2012 hjá framhaldsskólakennurum. Um fjórir af hverjum tíu fundu fyrir streitu í starfi árið 2010 samanborið við sex af hverjum tíu 2012. Munurinn er sextán prósentustig. Mynd 7. Streita í starfi og tímabil.* Alls fi nna 616 (55%) félagsmenn KÍ í framhaldsskólum fyrir því að vinnuálagið sé ójafnt og verkefnin hlaðist upp (mynd 8). Munurinn er ekki marktækur á milli náms- og starfsráðgjafa, stjórnenda og kennara. Munurinn er aftur á móti marktækur á milli kennarahópa (χ2 (4)=44,6, p<0,001) og munar mest á bók- og verknámskennurum. Um sex af hverjum tíu bóknámskennurum fi nna fyrir ójöfnu vinnuálagi og því að verkefnin hlaðist upp samanborið við þrjá af hverjum tíu verknámskennara, alls munar 27 prósentustigum. Mynd 8. Ójafnt vinnuálag og verkefnin hlaðast upp eftir hópum innan framhaldsskólans. Hlutfallslega fl eiri framhaldsskólakennarar fundu fyrir ójöfnu vinnuálagi og því að verkefnin hlaðist upp í starfi árið 2012 en árið 2010 (547, eða 54%), munurinn er alls ellefu prósentustig. Enginn munur reyndist vera á milli áranna 2008-2010 (mynd 9). Mynd 9. Ójafnt vinnuálag og verkefnin hlaðast upp eftir tímabilum.*

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.