Skólavarðan - 01.12.2012, Page 40
40
Skólavarðan 2. tbl. 2012rannsóknir
Störf þarf að endurskilgreina með tilliti til eðlis
þeirra, umfangs og lengdar vinnudags, draga þarf úr
vinnuálagsmun á milli hópa og gefa starfsmönnum
svigrúm til að sinna starfi sínu á dagvinnutíma.
Sex af hverjum tíu félagsmönnum KÍ í framhaldsskólum fi nnur
fyrir streitu í starfi (mynd 6). Munurinn er ekki marktækur
á milli náms- og starfsráðgjafa, stjórnenda og kennara.
Munurinn er aftur á móti marktækur á milli kennarahópa.
Bóknámskennarar fi nna frekar en aðrir kennarahópar
fyrir streitu í starfi (χ2 (20)=53,5, p<0,001). Alls eru 426 (63%)
bóknámskennarar sammála því að fi nna fyrir streitu í starfi
samanborið við sjö (25%) starfsnámskennara.
Mynd 6. Streita í starfi og hópar innan framhaldsskólanna.
Mynd 7 sýnir hvernig streita í starfi hefur aukist á milli á
áranna 2010 og 2012 hjá framhaldsskólakennurum. Um fjórir af
hverjum tíu fundu fyrir streitu í starfi árið 2010 samanborið við
sex af hverjum tíu 2012. Munurinn er sextán prósentustig.
Mynd 7. Streita í starfi og tímabil.*
Alls fi nna 616 (55%) félagsmenn KÍ í framhaldsskólum
fyrir því að vinnuálagið sé ójafnt og verkefnin hlaðist upp
(mynd 8). Munurinn er ekki marktækur á milli náms- og
starfsráðgjafa, stjórnenda og kennara. Munurinn er aftur á
móti marktækur á milli kennarahópa (χ2 (4)=44,6, p<0,001) og
munar mest á bók- og verknámskennurum. Um sex af hverjum
tíu bóknámskennurum fi nna fyrir ójöfnu vinnuálagi og því
að verkefnin hlaðist upp samanborið við þrjá af hverjum tíu
verknámskennara, alls munar 27 prósentustigum.
Mynd 8. Ójafnt vinnuálag og verkefnin hlaðast upp eftir hópum innan
framhaldsskólans.
Hlutfallslega fl eiri framhaldsskólakennarar fundu fyrir ójöfnu
vinnuálagi og því að verkefnin hlaðist upp í starfi árið 2012 en
árið 2010 (547, eða 54%), munurinn er alls ellefu prósentustig.
Enginn munur reyndist vera á milli áranna 2008-2010 (mynd 9).
Mynd 9. Ójafnt vinnuálag og verkefnin hlaðast upp eftir tímabilum.*