Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 48

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 48
48 Skólavarðan 2. tbl. 2012 Í nýútkominni bók Skil skólastiga greinir Gerður G. Óskarsdóttir frá umfangsmikilli rannsókn sinni á samfellu í námi við tvenn skil skólastiga. Hún sýnir fram á að starfshættir eru með mjög líku sniði á sama skólastigi og samfella mikil á mörgum sviðum en rof verður einnig á milli skólastiga. Því sé breytinga og jafnvel mikilla umbóta þörf til að tryggja betri samfellu í námi. Tengsl skólastiga og sveigjanleiki á skilum þeirra hefur talsvert verið til umræðu hér á landi en mjög hefur skort rannsóknir um efnið. Úr því er bætt með þessari bók en rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Höfundur dregur upp ítarlega mynd af starfi á síðasta ári í leikskóla og í 1. bekk grunnskóla annars vegar og 10. bekk grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla hins vegar. Varpað er ljósi á þann mun sem er á umgjörð starfsins og starfs- háttum, tengslin við næsta skólastig og samfellu eða rof í þessum efnum. Rann- sóknin byggist á vettvangsathugunum í 30 skólum, spurningakönnunum og yfi r 50 viðtölum við nemendur og kennara. Niðurstöður benda til þess að starfs- hættir í námi og kennslu séu með mjög líku sniði í skólum á sama skólastigi og að margt sé líkt með báðum skólaskilum. Samfella var mikil í mörgum þáttum er varða ytri og innri umgjörð starfsins og starfshættina en samstarf og upplýsinga- miðlun virðist lítil milli skólastiga. Þá er vitneskja kennara um starfi ð á stiginu á undan eða eftir oft af skornum skammti og jafnvel örlaði á fordómum. Rof og það sem höfundur nefnir aftur- hverft rof kom fram í því að nemendur voru í sumum tilfellum að fást við sama efni og áður á nýju skólastigi, s.s. kynning á bókstöfum og endurtekning í náms- greinum fyrir suma nemendur, og einnig virtist draga úr áhrifum þeirra á fram- gang námsins eða viðfangsefni sín þegar þeir komu á nýtt skólastig. Þetta kallar á úrbætur að mati höfundar. Tillögur í þá veru eru í lokakafl a bókarinnar ásamt hugmyndum að frekari rannsóknum. Tillögurnar lúta bæði að breytingum á ytri umgjörð, s.s. skólaskyldu, lengd heildar- náms og gjaldtöku, og á daglegu starfi innan skólastofunnar, og þá einkum virkni nemenda og sjálfræði. Möguleikar nemenda á unglingastigi grunnskóla á að taka framahaldsskólaáfanga skapar mikinn sveigjanleika á skilunum en það er undir hælinn lagt hvort þetta nám er metið þegar í framhaldsskóla er komið – sem er afgerandi rof. Bókin Skil skólastiga er hugsuð sem – Frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla Texti: GG Vitneskja kennara um starfi ð á skólastiginu á undan eða eftir er oft af skornum skammti og jafnvel örlar á fordómum. Útgáfa veganesti fyrir kennara, stjórnendur og þá sem móta stefnuna í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Hún er jafnframt samin með fræðimenn á sviði mennta- mála og kennaranema í huga. Gerður G. Óskarsdóttir hefur verið kennari á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi, skólastjóri, skóla- meistari, kennslustjóri í kennaranámi framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands, ráðunautur menntamálaráð- herra og yfi rmaður leik- og grunnskóla hjá Reykjavíkurborg. Hún er nú forstöðu- maður Rannsóknastofu um þróun skólastarfs á Menntavísindasviði HÍ. Gerður lauk doktorsprófi í menntunar- fræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1994 og hefur stundað fræðistörf og rannsóknir um árabil. Nánari upplýsingar hjá höfundi í síma 899 3560 og gerdurgo@simnet.is Skil skólastiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.