Skólavarðan - 01.12.2012, Qupperneq 48

Skólavarðan - 01.12.2012, Qupperneq 48
48 Skólavarðan 2. tbl. 2012 Í nýútkominni bók Skil skólastiga greinir Gerður G. Óskarsdóttir frá umfangsmikilli rannsókn sinni á samfellu í námi við tvenn skil skólastiga. Hún sýnir fram á að starfshættir eru með mjög líku sniði á sama skólastigi og samfella mikil á mörgum sviðum en rof verður einnig á milli skólastiga. Því sé breytinga og jafnvel mikilla umbóta þörf til að tryggja betri samfellu í námi. Tengsl skólastiga og sveigjanleiki á skilum þeirra hefur talsvert verið til umræðu hér á landi en mjög hefur skort rannsóknir um efnið. Úr því er bætt með þessari bók en rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Höfundur dregur upp ítarlega mynd af starfi á síðasta ári í leikskóla og í 1. bekk grunnskóla annars vegar og 10. bekk grunnskóla og fyrsta ári í framhaldsskóla hins vegar. Varpað er ljósi á þann mun sem er á umgjörð starfsins og starfs- háttum, tengslin við næsta skólastig og samfellu eða rof í þessum efnum. Rann- sóknin byggist á vettvangsathugunum í 30 skólum, spurningakönnunum og yfi r 50 viðtölum við nemendur og kennara. Niðurstöður benda til þess að starfs- hættir í námi og kennslu séu með mjög líku sniði í skólum á sama skólastigi og að margt sé líkt með báðum skólaskilum. Samfella var mikil í mörgum þáttum er varða ytri og innri umgjörð starfsins og starfshættina en samstarf og upplýsinga- miðlun virðist lítil milli skólastiga. Þá er vitneskja kennara um starfi ð á stiginu á undan eða eftir oft af skornum skammti og jafnvel örlaði á fordómum. Rof og það sem höfundur nefnir aftur- hverft rof kom fram í því að nemendur voru í sumum tilfellum að fást við sama efni og áður á nýju skólastigi, s.s. kynning á bókstöfum og endurtekning í náms- greinum fyrir suma nemendur, og einnig virtist draga úr áhrifum þeirra á fram- gang námsins eða viðfangsefni sín þegar þeir komu á nýtt skólastig. Þetta kallar á úrbætur að mati höfundar. Tillögur í þá veru eru í lokakafl a bókarinnar ásamt hugmyndum að frekari rannsóknum. Tillögurnar lúta bæði að breytingum á ytri umgjörð, s.s. skólaskyldu, lengd heildar- náms og gjaldtöku, og á daglegu starfi innan skólastofunnar, og þá einkum virkni nemenda og sjálfræði. Möguleikar nemenda á unglingastigi grunnskóla á að taka framahaldsskólaáfanga skapar mikinn sveigjanleika á skilunum en það er undir hælinn lagt hvort þetta nám er metið þegar í framhaldsskóla er komið – sem er afgerandi rof. Bókin Skil skólastiga er hugsuð sem – Frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla Texti: GG Vitneskja kennara um starfi ð á skólastiginu á undan eða eftir er oft af skornum skammti og jafnvel örlar á fordómum. Útgáfa veganesti fyrir kennara, stjórnendur og þá sem móta stefnuna í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Hún er jafnframt samin með fræðimenn á sviði mennta- mála og kennaranema í huga. Gerður G. Óskarsdóttir hefur verið kennari á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi, skólastjóri, skóla- meistari, kennslustjóri í kennaranámi framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands, ráðunautur menntamálaráð- herra og yfi rmaður leik- og grunnskóla hjá Reykjavíkurborg. Hún er nú forstöðu- maður Rannsóknastofu um þróun skólastarfs á Menntavísindasviði HÍ. Gerður lauk doktorsprófi í menntunar- fræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1994 og hefur stundað fræðistörf og rannsóknir um árabil. Nánari upplýsingar hjá höfundi í síma 899 3560 og gerdurgo@simnet.is Skil skólastiga

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.