Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 39

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 39
39 Skólavarðan 2. tbl. 2012rannsóknir Sex af hverjum tíu félags- mönnum KÍ í framhalds- skólum fi nnur fyrir streitu í starfi . Streitan hefur aukist um sextán prósentustig frá árinu 2010 og bóknáms- kennarar fi nna frekar fyrir henni en aðrir. Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni í ljósi nýrrar Aðalnámskrár (2011) um breytta náms- og kennsluhætti og auknar kröfur um einstaklings- og hæfnimiðaðra nám. Kennarar bóklegra greina fi nna fyrir mun meira álagi og streitu í starfi en aðrir kennarahópar. Mikilvægt er að horfast í augu við þennan vanda og jafna álagsmun á milli kennarahópa með það að markmiði að auka gæði náms og kennslu í anda nýrrar Aðalnámskrár framhaldsskóla (2011). Þetta er meðal annars hægt að gera með því að fækka nemendum í námshópum og breyta kennsluskyldu kennarahópa að teknu tilliti til eðlis námsgreina. Það tekur mun lengri tíma að að meta og sinna 25 nemendum en tólf og því fylgir líka meira álag. Einnig er mikilvægt að horfa á þennan mun út frá nemendum. Þeir nemendur sem eru í 25 nemenda námshópum eiga rétt á sömu þjónustu og þeir sem eru í tólf nemenda hópum. Rannsóknarniðurstöðurnar sýna að fjöldi nemenda hefur áhrif á streitu kennara, þjónustu þeirra við nemendur og það hvort þeim fi nnist kennarastarfi ð andlega erfi tt. Þessar niðurstöður eru í samræmi við evrópska (ETUEC) rannsókn (2011) á vinnustreitu kennara. Þar kemur fram að kennarar sem kenna að jafnaði 25 nemendum fi nna frekar fyrir andlegu álagi en aðrir kennarahópar og koma almennt verr út í breytum sem mæla álag. Nauðsynlegt er að skilgreina vinnu kennara út frá mismunandi starfsálagi kennara, nemendahópum og ólíku námi nemenda. Tími á umbætur Töluverður munur er á milli starfsmannahópa innan framhaldsskólans. Í því sambandi er mikilvægt að setja það sem forgangsatriði að endurskilgreina störf að teknu tilliti til eðlis þeirra, umfangs og lengdar vinnudags, draga úr vinnuálagsmun á milli hópa og gefa starfsmönnum svigrúm til að sinna starfi sínu á dagvinnutíma. Kominn er tími á umbætur með almenna velferð og vellíðan starfsmanna í framhaldsskólum að leiðarljósi. Streita og álag Tæplega helmingur félagsmanna KÍ í framhaldsskólum (454, eða 47%) fi nnst starfi ð sitt andlega erfi tt, samanber mynd 5. Munurinn er ekki marktækur á milli náms- og starfsráðgjafa, stjórnenda og kennara en hann er aftur á móti marktækur (χ2 (8)=23,4, p<0,005) á milli kennarahópa. Bóknámskennurum fi nnst starfi ð sitt erfi ðara andlega (286, eða 50%) en öðrum kennarahópum og starfsnámskennurum fi nnst kennarastarfi ð auðveldast (sjö, eða 28%). Mynd 5. Andlegt erfi ðleikastig starfsins og hópar innan framhaldsskólanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.