Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 9
9
Skólavarðan 2. tbl. 2012sjóðir
þá yrði hann fl jótlega uppurinn ef hann greiddi niður
líkamsrækt félaganna. „Stjórn sjóðsins metur það svo að
mikilvægara sé að standa við bakið á sjóðfélögum þegar
veikindi herja á þá. Dæmi eru um að sum sveitarfélög
styrki starfsmenn sína, t.d. með fríum sundkortum ,“
sagði Kristín.
Umsóknir í sjúkrasjóð
Sjóðfélagar sem hyggjast sækja um styrk í Sjúkrasjóð
verða að halda kvittunum og öðrum nauðsynlegum
gögnum til haga. Hægt er sækja um styrki rafrænt með
því að fara inn á Mínar síður á heimasíðu KÍ. Kvittanir
er hægt að skanna og senda á myndrænu formi með
umsókninni. Einnig er hægt að koma í Kennarahúsið á
fund Maríu og Sigrúnar og fylla út þar til gerð eyðublöð
og sýna kvittanir og gögn. Umsóknir eru afgreiddar í
hverjum mánuði og eru upplýsingar um umsækjendur
dulkóðaðar. Staðgreiðsla skatta er tekin af öllum
styrkfjárhæðum sjúkrasjóðs nema útfararstyrkjum .
Frá 1. janúar 2012 er skattlagt skv. skattþrepi 2, þar sem
skattprósentan er 40,24% af öllum skattskyldum styrkjum
og sjúkradagpeningum.
Sjúkrasjóðurinn var stofnaður á stofnþingi KÍ árið 1999.
Stjórn hans skipa fi mm manns sem kosnir eru á þingi KÍ.
Formaður er kjörinn sérstaklega. María og Sigrún veita
upplýsingar um sjúkrasjóð á skrifstofutíma en á vef KÍ
eru allar upplýsingar aðgengilegar. Með því að fara inn
á Mínar síður geta félagsmenn skoðað hver staða þeirra
sjálfra er í hverjum styrkfl okki.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Verslunin Belladonna á Facebook
Stærðir 40 – 58
Full búð af
flottum fötu
m
fyrir flottar
konur
Flestallir styrkir hækkuðu
talsvert enda hefur verð-
lag hækkað verulega
undanfarin misseri án
þess að launahækkanir
haldi í við það.
Nú stendur yfir skráning í einingabært
nám fyrir starfandi kennara og fleiri
starfsstéttir á vorönn 2013.
dæmi um nokkur námskeið:
• Forysta í opinberri stjórnsýslu
• Mannréttindanálgun í þjónustu: Breytt
hlutverk fagstétta
• Virðing og fagmennska
• Menntun og kyngervi: Orðræðan um
drengi og stúlkur
• Náttúruvísindi á 21. öld
• Leiðsögn og starfsmenntun -
rannsóknir, kenningar og stefnur
Skráning fer fram áheimasíðu SRR
Upplýisngar ísíma
525 - 5983 http://vefsetur.hi.is/srr
einingabært nám
Skráningarfrestur
er til 30. nóvember