Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 14
14 Skólavarðan 2. tbl. 2012 Réttindi þín í veikindum Ingibjörg Úlfarsdóttir Launafulltrúi KÍ Ljósmynd: Steinunn Jónasdóttir kjaramál Veikindaréttur þinn miðast við starfsaldur og verður mest 360 dagar eftir 18 ár í starfi. Við mat á ávinnslurétti skal auk starfsaldurs hjá viðkomandi launagreiðanda einnig telja starfsaldur hjá stofnunum ríkis, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum sem kostaðar eru að meirihluta til af almannafé. Veikindaréttur flyst með starfsmanni milli sveitarfélaga. Til að geta flutt veikindarétt með sér þarf starfsmaður að hafa unnið einhvern tíma í 12 mánuði samfellt hjá sama vinnuveitanda. Á fyrstu 3 mánuðum samfelldrar ráðningar er þó fyrri þjónustualdur ekki metinn nema viðkomandi starfsmaður hafi samfelldan þjónustualdur hjá fyrri launagreiðendum í 12 mánuði eða meira. Starfsaldur getur verið vegna annarra starfa en kennslu hjá ríki og sveitarfélögum og ber að telja þann starfsaldur einnig. Það er því mikilvægt að starfsmaður haldi utan um starfsaldur sinn og biðji um starfsvottorð þar sem hann hefur starfað. Allir dagar telja í veikindum. Ef starfsmaður er veikur í hálfan dag telst það sem einn veikindadagur og þá skiptir ekki máli hvort starfsmaður er í hlutastarfi eða ekki. Sama á við ef starfsmaður er með 50% vottorð og 50% í starfi. Sá sem er veikur á föstudegi og mánudegi telst því veikur í fjóra daga, en sá sem er veikur á föstudegi og kemur til vinnu á mánudegi telst veikur í einn dag. Laun í veikindum eru ekki greidd lengur en ráðningu er ætlað að standa nema þegar um vinnuslys er að ræða en þá heldur starfsmaður greiðslum þar til hann telst vinnufær eða hann tæmir rétt sinn til launa, hvort sem fyrr næst. Auk mánaðarlauna greiðast í veikindum föst yfirvinna og meðaltal tilfallandi yfirvinnu. Í veikindum kennara skal greiða samkvæmt þeirri stundaskrá sem í gildi er eða síðast gilti miðað við upphaf veikinda hans. Ný vinnuskýrsla er ekki undirrituð fyrr en starfsmaður kemur til starfa á ný. Ef starfsmaður fullnýtir veikindarétt sinn á hann rétt á að sækja um sjúkradagpeninga til Sjúkrasjóðs KÍ. Starfsmaður getur að læknisráði og með leyfi yfirmanns unnið skert starf, t.d. 50% starf og 50% veikindi og er greiðsla veikindalauna miðað við það starfshlutfall sem vantar á að hann vinni fullt starf. Taki viðkomandi starfsmaður að sér meiri vinnu en vottorð læknis gerir ráð fyrir er litið svo á að hann sé vinnufær að stærri hluta en talið var og taki því veikindalaun að sem því nemur minni hluta, allt að fullum dagvinnulaunum. Hver dagur í veikindum telst sem einn veikindadagur þó starfsmaður sé með 50% vottorð og 50% í starfi. Ef starfsmaður fullnýtir veikindarétt sinn í hlutaveikindum, kviknar ekki réttur fyrir ónýttan hluta nema starfsmaður verði veikur að fullu. Ef slys verður á vinnustað skal launagreiðandi greiða öll útgjöld sem starfsmaður hefur orðið fyrir og slysatryggingar almannatrygginga bæta ekki. Þetta getur t.d. verið kostnaður vegna læknisheimsókna, vottorða, sjúkraþjálfunar o.þ.h. Ef starfsmaður verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss, skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Ef starfsmaður er óvinnufær vegna veikinda eða slyss um langan tíma, verður viðkomandi að endurnýja læknisvottorð sitt eftir nánari ákvörðun yfirmanns en þó ekki sjaldnar en mánaðarlega. Yfirmaður getur krafist vottorðs hvenær sem er, ef þörf þykir á, og skiptir þá ekki máli hvort heldur er, skammtíma- eða langtímaveikindi. Skylt er starfsmanni sem er óvinnufær vegna veikinda eða slyss að gangast undir hverja þá venjulega og viðurkennda læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir kann að telja nauðsynlega til þess að skorið verði úr um hvort forföll séu lögmæt. Starfsmaður þarf ekki að gefa yfirmanni nákvæma lýsingu á veikindum sínum ef hann kýs svo, en yfirmaður getur nýtt sér rétt sinn til að senda starfsmann til trúnaðarlæknis og fá vottorð sé talin þörf á því. Veikindi starfsmanns eru hans einkamál en fjarveru frá vinnu þarf að ræða við yfirmann. Ef um almenna læknisheimsókn á vinnutíma er að ræða er ekkert í kjarasamningi sem tekur á því. Almennt getur fólk fengið leyfi til þess að fara til læknis án þess að það hafi einhverjar afleiðingar í för með sér líkt og að dregið sé af því einn veikindadagur. Ef starfsmaður hefur vottorð frá lækni þá getur viðkomandi verið á launum vegna veikinda, þó svo að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.