Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 6
6 Skólavarðan 2. tbl. 2012skólastarf „Þá sé ég atburðina, þú veist, í leiklistinni. Stundum skil ég ekki sögur þegar ég er að lesa þær af því að ég get ekki séð þær fyrir mér, eða kannski, það eru ekki myndir eða þannig.“ Stundum skil ég ekki sögur Tilvitnunin hér að ofan er úr viðtali við tólf ára gamla stúlku sem hafði fengið að kynnast aðferðum leiklistar í kennslu. Stúlkan átti erfitt með lestur og kennarinn hennar brá á það ráð að segja sögu í gegnum leik og kyrrmyndir (frjósa, eða búa til myndastyttur af atburðarásinni) í þeirri von að stúlkan upplifði söguna með þeim hætti. Eftir að kennslustundinni lauk gat stúlkan sagt kennaranum sínum frá atburðarás sögunnar þótt hún hefði ekki lesið hana. Í þessari grein fjalla Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Ása Helga Ragnarsdóttir leiklistarkennarar í stuttu máli um gagnsemi leiklistar í kennslu. Hvað er leiklist í kennslu? Leiklist er sú listgrein sem felur í sér að „leika sögur“ eða merkingarleysur, herma eftir látbragði annarra persóna (hluta eða dýra) fyrir framan áhorfendur. Oftast er sagan merkingarbær og skrifuð fyrirfram. Leiklist í námi er samnefnari fyrir nokkur hugtök: Leikræna tjáningu, leiklist í skólastarfi og leiklist í kennslu. Öll eiga það sameiginlegt að aðferðir leiklistarinnar eru notaðar sem kennsluaðferð með öðrum námsgreinum. Hægt er að útskýra muninn á leiklist og leiklist í kennslu þannig að leiklist (e. theatre) snýst aðallega um samband og samskipti leikarans og áhorfenda en leiklist í kennslu (e. drama education) snýst fyrst og fremst um reynslu þess sem tekur þátt. Jonothan Neelands, prófessor í leiklist í kennslu við Warwich háskólann í Bretlandi, hefur markvisst unnið að því að brúa bilið milli leiklistar í kennslu og leiklistar sem listgreinar. Hann leggur áherslu á að um sé að ræða tvær greinar af sama stofni. Það sem skiptir máli í leiklistarkennslu er upplifun nemenda en ekki afraksturinn eins og í leiklistinni. Leiklist í kennslu byggir á þeirri aðferð að nemendur vinni saman. Tökum sem dæmi Snorra sögu Þórarins Eldjárns. Nemendur byrja á því að lesa söguna og setja síðan upp kyrrmyndir eða spuna til að lifa sig inn í söguna. Þegar nemandi tekur þátt í leiklistinni meðtekur hann upplýsingar um ímyndaðar aðstæður, setur sig í þær og verður virkur gerandi. Hann er ekki lengur „hann sjálfur“ í tilteknum aðstæðum, hann hefur sett sig í spor annars einstaklings. Í leiklist er lögð áhersla á að nemendur byggi á eigin reynslu, lifi sig inn í ímyndað ferli og taki að sér þær skuldbindingar sem hlutverkið krefst af þeim. Nemandinn byggir sem sagt á eigin reynslu en bætir í þekkingarforðann og öðlast nýja reynslu á meðan hann er að takast á við vandamálið og finna lausnir. Hvað segja rannsóknir um notkun leiklistar í kennslu? • Rannsóknir sýna fram á margvíslega gagnsemi leiklistar í kennslu. Aðferðir leiklistar virðast til dæmis henta drengjum sérstaklega vel sem eru oft skammaðir fyrir að vera órólegir vegna þess að kyrrseta þreytir þá, einkum fyrstu skólaárin. Hreyfiþroski margra drengja og hæfileiki til að sitja kyrr og einbeita sér er einfaldlega ekki til staðar þegar þeir hefja nám í grunnskóla. • Rannsóknir sýna líka fram á nytsemi leiklistar í kennslu barna þegar um er að ræða nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða, nemendur sem hafa íslensku sem annað tungumál og nemendur sem eiga við agavandamál að stríða (Ása Helga Ragnarsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir, 2010). • Þá sýna rannsóknir líka að þegar leiklist er notuð í lestrarkennslu eykst skilningur nemenda á efninu með því að leika það (e. acted out), samanber áðurnefnt dæmi um stúlkuna sem átti erfitt með að lesa. • Það er athyglisvert að með notkun leiklistar í kennslu þá eykst geta nemenda á fleiri sviðum, til dæmis í skapandi skrifum (DuPont, 1992). • Rannsókn Ásu Helgu Ragnarsdóttur og Rannveigar Bjarkar Þorkelsdóttur (2012), „Að auka orðaforða í gegnum leiklist“, sýnir fram á eflingu málþroska í gegnum leiklist. Þeim nemendum sem eiga við námsörðugleika að stríða gengur betur að læra til dæmis tungumál og félagsfærni í gegnum leiklist (Cruze, 1995). Það er leikur að læra Leikir barna eru mikilvægir fyrir þroska þeirra. Hversu oft og hvernig börnin leika sér skiptir máli og eins hversu flókinn leikur þeirra er. Leikur er leið barna til hugsunar og athafna (Vygotsky, 1978). Það er leikur að læra... ef það er gert í gegnum leiklist. Leiklistin er ein hlið á leiknum. Að setja sig í hlutverk læknis eða Texti: Ása Helga Ragnarsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir Leikum og lærum Notkun leiklistar í skólastarfi. Ása Helga Ragnarsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir. Lj ós m yn d: J ón R ey kd al .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.