Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.12.2012, Blaðsíða 16
16 Skólavarðan 2. tbl. 2012 Texti: GG hátíð Það ríkti mikil gleði og hátíðarstemmning í Salnum í Kópavogi laugardaginn 27. október sl. Prúðbúnir gestir þyrptust að og eftirvænting ríkti. Á sviðinu voru tveir flyglar og á vegginn gegnt tónleikagestum var varpað mynd af Halldóri Haraldssyni píanókennara við hljóðfærið. Halldór fyllir flokk dáðustu tónlistarkennara landsins og nemendur hans hvort sem er í píanóleik eða úr píanókennaradeild hafa mjög margir helgað sig tónlistinni og starfa við hana. Það voru fyrrverandi nemendur, samstarfsfólk og vinir Halldórs sem buðu til tónlistarveislunnar þetta laugardagssíðdegi, tilefnið var sjötíu og fimm ára afmæli Halldórs fyrr á þessu ári. Þannig vildu þeir færa honum þakkir fyrir ómetanlegt framlag á sviði lista-, mennta- og menningarmála. Á þriðja tug hljóðfæraleikara steig á stokk og lék á hljóðfærin sín honum til heiðurs auk þess sem hann lék sjálfur nokkur verk. Stjórn Félags tónlistarskólakennara notaði síðan tækifærið og gerði Halldór að heiðursfélaga FT á þessum tímamótum. Sigrún Grendal formaður félagsins og Jón Hrólfur Sigurjónsson varaformaður afhentu Halldóri skjal því til staðfestingar. Á efnisskránni voru fjölbreytt verkefni þótt klassísk píanóverk hafi verið mest áberandi. Leikið var verk fyrir eina hönd, tvíhent, fjórhent og mikla lukku vakti þegar átta píanóleikarar léku saman mars fyrir sextán hendur á tvo flygla. Leikið var á hörpu, sungið og Tríó Reykjavíkur kom fram Halldóri til heiðurs en hann er einn af stofnendum þess og lék með því allt til ársins 1996. Fjölhæfur uppfræðari Gefin var út vönduð efnisskrá fyrir tónleikana og þar segja nokkrir nemendur Halldórs frá kynnum sínum af honum. Þeim ber saman um að tímarnir hafi verið einstaklega gefandi, hann hafi kennt þeim svo miklu fleira en að leika á píanó. Ef nemandi mætti án þess að hafa æft sig vel var samt hægt að nýta tímann vel. Halldór er mikill áhugamaður um lestur góðra bóka og sagði hann nemendum sínum gjarnan frá því sem hann var að lesa hverju sinni. Hann fræddi þá um tónskáld, stefnur og strauma og gaf þeim hlutdeild í hugðarefnum sínum, t.d. brennandi áhuga á austurlenskri speki. Tilhlökkunarefni að fara í tíma til Halldórs Arndís Björk Ásgeirsdóttir skrifar að námi sínu hjá Halldóri hafi ekki lokið við útskrift. „Ég hringi ennþá í hann til að spyrja hann um ýmislegt og aldrei kemur maður að tómum kofanum því Halldór hefur viðhaldið forvitninni og er alltaf að kynna sér eitthvað nýtt sem hann síðan miðlar áfram.“ Ingibjörg Þorsteinsdóttir skrifar: „Þó mikill tími og einbeiting Tónlistarveisla í Salnum í tilefni 75 ára afmælis. Halldór Haraldsson heiðursfélagi í FT Jón Hrólfur Sigurjónsson, Sigrún Grendal, Halldór Haraldsson og Susan Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.